22.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Í kvöld geystust Tindastólsmenn í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, en nú buðu þeir heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Lesa meira
22.04.2018
Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í Júdó um helgina þar sem iðkendur frá Júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn.
Lesa meira
20.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Lesa meira
14.04.2018
Íslandsmót yngri flokka í Júdó var haldið í Reykjavík í dag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa sem komu heim með eitt brons og eitt silfur.
Lesa meira
14.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í kvöld í snargeggjuðum körfuboltaleik í Síkinu. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni.
Lesa meira
11.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
ÍR og Tindastóll mættust í þriðja skiptið í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í Breiðholtinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik en að þessu sinni voru það Tindastólsmenn sem voru ákveðnari og spiluðu betur en lið ÍR. Það var þó ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir slitu sig frá heimamönnum og með Hester og Sigtrygg Arnar í banastuði náðu strákarnir aftur yfirhöndinni í rimmu liðanna. Lokatölur í leiknum voru 69-84 en liðin mætast í fjórða leiknum hér heima í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld.
Lesa meira
08.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Leikmenn ÍR komu vel stemmdir til leiks er þeir mættu Stólunum í kvöld í öðrum leik þeirra í úrslitakeppninni í Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir mikinn baráttuleik uppskáru gestirnir úr Breiðholtinu sanngjarnan sigur yfir heimamönnum með 106 stigum gegn 97.
Lesa meira
06.04.2018
Thelma Knútsdóttir
Mánudaginn 9. apríl
Lesa meira
05.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvígi ÍR og Tindastóls fór fram í Breiðholtinu í gærkvöldi. Það var trú flestra spekinga að þetta væri gott tækifæri fyrir Stólana að stela heimavallarréttinum af vængbrotnu liði ÍR sem leikur fyrstu tvo leikina gegn Tindastóli án Ryan Taylor sem er í leikbanni. Þetta tókst strákunum, sem unnu mikilvægan sigur gegn baráttuglöðum ÍR-ingum, en þrátt fyrir að leiða nánast allan leikinn og hafa oft náð góðu forskoti þá hengu heimamenn inni í leiknum fram á síðustu sekúndur. Lokatölur 82-89 og Stólarnir 1-0 yfir í einvíginu.
Lesa meira
03.04.2018
Thelma Knútsdóttir
Fjáröflun
Lesa meira