16.02.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Höttur mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hattarmenn urðu að sigra til að halda fárveikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni á lífi en Stólarnir berjast sem fyrr á toppi deildarinnar. Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik beggja liða en þó sérstaklega Tindastóls sem gerðu heimamönnum afar erfitt fyrir. Stólarnir nýttu hinsvegar illa sín færi en Pétur átti enn einu sinni toppleik og fór fyrir sínum mönnum í góðum sigri. Lokatölur 68–80.
Lesa meira
13.02.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn léku við Þór Þolákshöfn í Þorlákshöfn í gærkvöldi og máttu lítið við því að misstíga sig í toppbaráttu Dominos-deildarinnar. Eftir strembinn fyrri hálfleik voru Stólarnir síðan yfirleitt feti framar í jöfnum og spennandi síðari hálfleik og reyndust heimamönnum öflugri á síðustu mínútunum. Lokatölur 85-89 fyrir Tindastól.
Lesa meira
10.02.2018
Stórbætti árangur sinn í sjöþraut og vann silfur
Lesa meira
09.02.2018
Aðalfundur Júdódeildar Tindastóls verður haldinn í matsal heimavistar FNV klukkan 19:30 miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi.
Lesa meira
08.02.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Lesa meira
06.02.2018
Þóranna Ósk stóð sig vel í hástökki
Lesa meira
06.02.2018
Þóra Lisebet Gestsdóttir
Lesa meira
05.02.2018
Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar næst komandi. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf deildarinnar.
Lesa meira
03.02.2018
Setti skagfirskt met í hástökki kvenna og náði lágmarki á Norðurlandameistaramót 20-22 ára.
Lesa meira
03.02.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn héldu suður í Hafnarfjörðinn í gær þar sem liðið spilaði við Hauka. Stólarnir voru vel inni í leiknum fram yfir miðjan þriðja leikhluta en þá kom átta mínútna kafli þar sem liðið gerði aðeins fjögur stig á meðan heimamenn röðuðu niður körfum eins og enginn væri morgundagurinn og náðu mest 24 stiga forystu. Stólarnir klóruðu lítillega í bakkann áður en leiktíminn rann út en lokastaðan var 91-73.
Lesa meira