14.05.2018
Tindastóll tapaði nú um helgina fyrir Aftureldingu úr Mosfellsbæ í 2.deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 7-2 fyrir Mosfellinga.
Lesa meira
25.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Lesa meira
25.04.2018
Grunnskólinn austan Vatna var með íþróttadag fyrir alla nemendur skólans á Sólgörðum í Fljótum í gær. Júdódeild Tindastóls var boðið að vera með júdókynningu í tilefni dagsins en einnig var nemendum boðið upp á sund, ratleik og jóga.
Lesa meira
22.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Í kvöld geystust Tindastólsmenn í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, en nú buðu þeir heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Lesa meira
22.04.2018
Júdófélagið Pardus á Blönduósi stóð fyrir æfingabúðum í Júdó um helgina þar sem iðkendur frá Júdódeildum Tindastóls og UMF Selfoss komu í heimsókn.
Lesa meira
20.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Lesa meira
14.04.2018
Íslandsmót yngri flokka í Júdó var haldið í Reykjavík í dag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa sem komu heim með eitt brons og eitt silfur.
Lesa meira
14.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í kvöld í snargeggjuðum körfuboltaleik í Síkinu. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni.
Lesa meira
11.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
ÍR og Tindastóll mættust í þriðja skiptið í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í Breiðholtinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik en að þessu sinni voru það Tindastólsmenn sem voru ákveðnari og spiluðu betur en lið ÍR. Það var þó ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir slitu sig frá heimamönnum og með Hester og Sigtrygg Arnar í banastuði náðu strákarnir aftur yfirhöndinni í rimmu liðanna. Lokatölur í leiknum voru 69-84 en liðin mætast í fjórða leiknum hér heima í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld.
Lesa meira
08.04.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Leikmenn ÍR komu vel stemmdir til leiks er þeir mættu Stólunum í kvöld í öðrum leik þeirra í úrslitakeppninni í Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir mikinn baráttuleik uppskáru gestirnir úr Breiðholtinu sanngjarnan sigur yfir heimamönnum með 106 stigum gegn 97.
Lesa meira