04.12.2018
Thelma Knútsdóttir
Í dag 4. desember munu börn og unglingar frá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls ganga í hús og safna flöskum og dósum.
Lesa meira
02.12.2018
Norðurlandsmót í Júdó var haldið á Blönduósi í dag. Alls mættu 34 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Tindastóli, Pardusi á Blönduósi og KA á Akureyri.
Lesa meira
28.11.2018
Í kvöld buðu iðkendur Júdódeildarinnar foreldrum, systkinum og öðrum gestum með sér á æfingu þar sem iðkendur fengu tækifæri til að kynna júdóíþróttina og glíma við gestina.
Lesa meira
13.11.2018
Yngvi Magnús Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Samningur Yngva gildir út tímabilið 2019.
Lesa meira
09.11.2018
Thelma Knútsdóttir
Í gær fékk körfuboltadeild Tindastóls endurnýjun á viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ.
Lesa meira
30.10.2018
Þau miklu gleðitíðindi voru að berast að nýtt unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls var stofnað á fundi deildarinnar í gærkvöld. Fyrstu meðlimir nýs unglingráðs eru þau Íris Ósk Elefsen og Guðmundur Helgi Gíslason.
Lesa meira
25.10.2018
Thelma Knútsdóttir
Jólagjöfin fyrir stuðningsmenn Tindastóls í ár!
Lesa meira
18.10.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í kvöld í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Venju samkvæmt mættu Ívar Ásgríms og undirsátar grjótharðir til leiks og gáfu Stólunum leik en frábær vörn Tindastóls í þriðja leikhluta gaf þægilegar körfur og heimamenn komu sér í frábæra stöðu sem gestirnir náðu ekki að vinna á. Lokatölur 79-61.
Lesa meira
13.10.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina.
Lesa meira
11.10.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn skutust suður í dag og léku við lið Vals í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir tóku snemma forystuna og unnu að lokum auðveldan sigur en það var í þriðja leikhluta sem strákarnir léku öldungis prýðilega og skildu Valsarana eftir í spólrykinu. Lokatölur 73-93.
Lesa meira