22.12.2014
Meistaraflokkur frjálsíþróttafólks á Sauðárkróki undirbýr nú æfingaferð til Bandaríkjanna í vor. Um er að ræða níu manna hóp, ásamt þjálfara. Þessi hópur stóð sig frábærlega á vellinum síðasta sumar, en vill koma enn betur undirbúinn til keppni á næsta sumri.
Lesa meira
19.12.2014
Skallagrímsmenn komu í heimsókn í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls í Dominos-deildinni í körfubolta. Gestirnir voru ólseigir til að byrja með og stóðu vel í Stólunum en í síðari hálfleik tóku heimamenn öll völd og fögnuðu sigri, 104-68, þegar upp var staðið.
Lesa meira
16.12.2014
Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 18. des. og hefst það kl. 16:30. Mótið er fyrir aldursflokkana 10 ára og eldri.
Lesa meira
16.12.2014
Þeman er rauð og hvít. Má taka með sér vin/vinkonu á sundæfingu. Væri gaman að allir kæmu með jólasveinahúfu eða rauða/hvíta sokka þá hreina eitthvað sem minnir á jólin. Jólarokk- og fl. skemmtilegt..hó..hó
Lesa meira
11.12.2014
Á morgun fer 9. flokkur kvenna og spilar frestaðan bikarleik á móti Njarðvík. Leikurinn hefst kl: 18.00.
Meistaraflokkur karla fer einnig suður á morgun og leikur gegn Haukum kl: 19.15 í Dominos-deildinni.
Á laugardaginn keppir meistaraflokkur kvenna.....
Lesa meira
07.12.2014
Það var hörkuleikur í Síkinu í kvöld þegar bikarmeistararnir í Grindavík mættu Tindastólsmönnum í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Leikurinn var allan tímann hraður og jafn og liðin voru ekkert að spara kraftana. Heimamenn reyndust hinsvegar sterkari á síðustu mínútunum og fögnuðu frábærum sigri, 110-92.
Lesa meira
04.12.2014
Það var nú meiri snilldin sem Tindastólsmenn buðu upp á í Síkinu í kvöld þegar Snæfellingar komu í heimsókn. Allir fengu að spreyta sig og gaman að sjá alla leikmenn koma spólandi hungraða til leiks, fulla af sjálfstrausti og leikgleði. Enda áttu gestirnir í raun aldrei möguleika í leiknum sem vannst þegar upp var staðið 104-77.
Lesa meira