Fréttir

Drengjaflokkurinn mætir Grindvíkingum í 8-liða úrslitunum á þriðjudag

Strákarnir í drengjaflokki hafa tryggt sér annað sætið í sínum riðli Íslandsmótsins og eru því komnir í 8-liða úrslitin. Þau hefjast strax á morgun þriðjudag, þegar Grindvíkingar koma í heimsókn.
Lesa meira

Kjarnafæðismótið í minnibolta á Akureyri 27. apríl

Hið árlega minniboltamót Þórsara, Kjarnafæðismótið, verður haldið í Síðuskóla á Akureyri, á kosningadaginn sjálfan, þann 27. apríl. Tindastóll stefnir á þátttöku nokkurra liða á mótinu, en gjaldgengir eru krakkar frá 6. bekk og niður.
Lesa meira

10. stúlkna og 9. drengja ljúka riðlakeppni Íslandsmótsins um helgina

Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann í Íslandsmóti yngri flokka. Um helgina eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem loka fjölliðamótum þessa tímabils og drengjaflokkur spilar tvo heimaleiki í Síkinu.
Lesa meira

Fín helgi að baki í boltanum

9. flokkur stúlkna tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að ná 3. sætinu í síðasta A-riðliðsmótinu um helgina. Drengjaflokkurinn vann báða sína leiki um helgina og unglingaflokkur karla sinn leik. 10. drengja og 7. drengja stóðu sig ágætlega í sínum mótum.
Lesa meira

Morgunæfing fellur niður í fyrramálið

Vegna veikinda, fellur morgunæfingin í fyrramálið, þriðjudag niður.
Lesa meira

Þrír yngri flokkar í lokaumferðinni um helgina

10. flokkur drengja, 9. flokkur stúlkna og 7. flokkur drengja taka um helgina þátt í síðustu umferð Íslandsmótsins og drengjaflokkur og unglingaflokkur karla halda einnig suður á bóginn.
Lesa meira

Ágætur árangur yngri flokkanna um helgina

Fjórir yngri flokkar tóku þátt í síðustu umferð fjölliðamótanna um helgina og stóðu sig heilt yfir vel.
Lesa meira

Breytingar á fjölliðamóti 11. flokks

Breiðablik hefur dregið sig út úr keppni í 11. flokki drengja og koma því ekki í B-riðilsmótið sem verður hér um helgina. Drengjaflokkurinn tekur svo á móti Valsmönnum á sunnudaginn.
Lesa meira

Linda Þórdís í U-15 ára landsliðið

Linda Þórdís Róbertsdóttir hefur verið valin í U-15 ára landsliðið sem tekur þátt í Copenhagen Invitational mótinu í sumar. Linda er þar í hópi 12 stúlkna sem halda munu uppi heiðri Íslands á mótinu.
Lesa meira

Fjórða og síðasta umferð fjölliðamótanna framundan

Nú fer lokaspretturinn að hefjast í Íslandsmóti yngri flokkanna og fjórða umferð og jafnframt sú síðasta, framundan í öllum flokkum.
Lesa meira