Fréttir

Domino´s deildin af stað aftur

Nú er Domino's deildin að fara af stað aftur eftir hléið sem var gert á henni vegna Stjörnuleiks KKÍ. Verkefni Tindastóls eru ærin á næstunni, þrír gríðarlega mikilvægir leikir gegn liðum sem eru á svipuðum slóðum í töflunni.
Lesa meira

Morgunmatinn í rúmið á sunnudaginn?

Meistaraflokkur og unglingaráð ætla í sameiningu að efna til fjáröflunar í samvinnu við Sauðárkróksbakarí, með því að bjóða fólki upp á að fá morgunverð sendan heim á sunnudaginn.
Lesa meira

Fjölliðamótin af stað aftur

Þriðja umferð Íslandsmóts yngri flokkanna hefst um helgina og eru fjórir yngri flokkar á ferðinni þessa fyrstu mótahelgi eftir áramót. Það eru stúlknaflokkur, 11. flokkur drengja, 8. flokkur stúlkna og 8. flokkur drengja.
Lesa meira

10. drengja og drengjaflokkur úr leik í bikarnum

Bæði 10. flokkur drengja og drengjaflokkur eru úr leik í Bikarkeppni KKÍ. 10. flokkur tapaði hér heima gegn KR og Hamar/Þór lagði drengjaflokkinn fyrir sunnan.
Lesa meira

Bikarleikir í dag og á morgun

Í kvöld verður bikarleikur hér heima þegar KR-ingar koma í heimsókn í 10. flokki drengja. Á morgun heldur svo drengjaflokkurinn til Þorlákshafnar og spilar þar við Þór/Hamar.
Lesa meira

Magnaður sigur á KR-ingum í kvöld

Tindastóll sótti sér frekar óvænt stig í Síkinu í kvöld gegn heitasta liði deildarinnar KR. Eftir mikla baráttu, góðar varnir beggja liða og æsispennandi lokamínútur, lönduðu heimamenn sanngjörnum sigri 72-67.
Lesa meira

KR-ingar í heimsókn í Síkið á fimmtudagskvöld

KR-ingar mæta í Síkið á fimmtudag í 13. umferð Domino's deildarinnar. KR-ingar eru með 16 stig og eru heitasta liðið í dag, hafa unnið fjóra leiki í röð. Á meðan sitja okkar menn sem fastast á botninum, með 4 stig.
Lesa meira

Ísabella að gera það gott ytra

Ísabella Guðmundsdóttir, leikmaður Tindastóls í körfuknattleik, stundar nú nám og körfuknattleik í Riverwiew High School í Pennsylvaniu. Núna í vikunni birtist viðtal við Ísabellu sem gaman er að lesa.
Lesa meira

11. flokkurinn upp í A-riðil á nýjan leik

Strákarnir í 11. flokki undir stjórn Bárðar Eyþórssonar, unnu alla sína leiki í 2. umferð B-riðils Íslandsmótsins, en mótinu var fresta í nóvember vegna veðurs. Strákarnir spiluðu í Smáranum gegn Breiðablik, Fjölni og Hamar/Þór.
Lesa meira

Þriðja Króksamótinu lokið

Króksamót Tindastóls var haldið um helgina í Síkinu. Mótið var það þriðja í röðinni og kennt við lukkudýr körfuknattleiksdeildar, Króksann. Um 120 krakkar tóku þátt í mótinu frá fimm félögum.
Lesa meira