Fréttir

Fall í 1. deild staðreynd

Tindastóll féll úr Domino's deildinni í körfubolta í gærkvöldi eftir tap gegn deildarmeisturum Grindvíkinga 91-97. Á sama tíma lagði KFÍ lið KR-inga á Ísafirði og það dugði fyrir þá vestfirsku til að halda sér uppi á kostnað Tindastóls.
Lesa meira

Frítt inn á leik Tindastóls og Grindavíkur á sunnudag!!!

Nú skal tjalda öllu til í Síkinu annað kvöld, því með stuðningi FISK Seafood og KS, verður öllum boðið á stórleik Tindastóls og Grindavíkur!!!
Lesa meira

Lokaumferðin í Domino's deildinni á sunnudag

Hún verður örlagarík lokaumferðin í Domino's deildinni sem fram fer á sunnudagskvöld. Nýkrýndir deildarmeistarar, Grindavík, munu þá koma í heimsókn og etja kappi við okkar menn, sem eru í harðri baráttu fyrir tilverurétti sínum í deildinni.
Lesa meira

Unglingaflokksleikur í kvöld

Unglingaflokkur karla tekur á móti ÍR-ingum í kvöld í Síkinu og hefst leikurinn kl. 19.30.
Lesa meira

Útileikur við ÍR fimmtudagskvöld

Hann getur heldur betur reynst afdrifaríkur leikurinn við ÍR-inga syðra á fimmtudagskvöldið. Með sigri geta Tindastólsmenn náð Skallagrími að stigum og þar með skotist upp í 8. sætið, tapi þeir fyrir KR á útivelli, en með meira en 6 stiga tapi, jafnar ÍR Tindastól að stigum og kemst upp fyrir á innbyrðisviðureignum.
Lesa meira

Körfuknattleiksþing haldið um næstu helgi

Körfuknattleiksþing verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal um næstu helgi. Fyrir þinginu liggja nokkrar stórar tillögur, þó sínu stærst tillaga frá Fjölni og Njarðví, um að í úrvalsdeild karla skuli fjórir íslenskir ríkisborgarar vera á vellinum í einu, í stað þriggja eins og nú er.
Lesa meira

Flöskusöfnun á mánudag

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar Tindastóls munu á mánudag, ganga í hús í bænum og safna flöskum til styrktar starfinu. Eru bæjarbúar beðnir um að taka vel á móti krökkunum.
Lesa meira

Fjögurra stiga leikur á fimmtudagskvöld

Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum í meistaraflokknum þessa dagana. Yfir stendur hatrömm barátta um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni og til að halda þeirri baráttu lifandi, verða strákarnir að leggja Njarðvíkinga að velli á fimmtudagskvöld. Kl. 16 fimmtudag spila þessi lið í undanúrslitum Bikarkeppni 11. flokks drengja og eftir meistaraflokksleikinn er komið að leik liðanna í unglingaflokki karla.
Lesa meira

Konukvöld til styrktar körfuknattleiksdeildinni á laugardaginn

Hið árlega konukvöld til stryktar körfuknattleiksdeildinni verður haldið á laugardaginn kemur á Mælifelli. Þessi viðburður hefur verið afar vel sóttur og mikið stuð, auk þess að skila drjúgum tekjum í sjóði körfuknattleiksdeildar.
Lesa meira

Guðlaug Rún í U-16 ára landsliðið

Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir hefur verið valin í U-16 ára landslið stúlkna sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Solna í Sviþjóð í maí n.k.
Lesa meira