Fréttir

Tap hjá stúlknaflokki gegn Keflavík í bikarnum

Stúlknaflokkur sameiginlegs liðs KFÍ og Tindastóls tók á móti firnasterku liði Keflavíkur í bikarkeppni stúlknaflokks í gær og tapaði 43-81.
Lesa meira

Bikarleikur hjá stúlknaflokki heima á sunnudag

Sameiginlegt lið KFÍ og Tindastóls, tekur á móti Keflvíkingum í bikarkeppni stúlknaflokks í Síkinu á sunnudaginn kl. 14.
Lesa meira

Æfingar skv æfingatöflu í vetrarfríinu

Rétt er að benda á það að æfingar verða með hefðbundnu sniði í vetrarfríinu sem verður núna út vikuna í skólanum. Þó fellur morgunæfing fimmtudagsins niður.
Lesa meira

Massasigur í Fjósinu í gær

Tindastóll sótti Skallagrímsmenn heim í Fjósið í gærkvöldi í afar mikilvægum leik í Domino's deildinni. Strákarnir unnu mjög sannfærandi sigur 63-77 og geta þakkað sterkum varnarleik fyrir hvernig fór.
Lesa meira

Leikurinn við Skallagrím á Sport-TV

Leikur Skallagríms og Tindastóls hefst eftir nokkrar mínútur. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV og á breiðtjaldi á Mælifelli, þar sem körfuknattleiksdeildin fær 25% af veitingasölu.
Lesa meira

Fjölnir lagðir í Síkinu

Sannkallaður fjögurra stiga leikur var háður í Skagafirðinum í kvöld þegar úrvalslið Grafarvogs mætti í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki. Fyrir leikinn var Tindastóll á botni deildarinnar með sex stig en Fjölnir ekki langt á undan með átta stig. Húfið var því mikið í kvöld og þá sérstaklega fyrir Tindastólsstrákana sem máttu algjörlega engan veginn við því að tapa þessum leik.
Lesa meira

Fjölnir í heimsókn í Domino's deildinni á föstudag

Það er í mörg horn að líta í körfuboltanum um helgina. Fjörið hefst á föstudagskvöldið þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Domino's deildinni en um helgina verða svo yngri flokkarnir á ferð og flugi, þar af einn hér á heimavelli.
Lesa meira

Yfirlýsing frá stjórn körfuknattleiksdeildar

"Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls harmar þær umræður sem orðið hafa um ungan og efnilegan leikmann sem Tindastóll fékk í sínar raðir fyrir tímabilið, Sigtryggs Arnars Björnssonar, og nýleg samskipti stjórnar og þjálfara við hann. Sú krafa sem gerð er til liðs í efstu deild í hópíþrótt leiðir vissulega til þess að gerðar eru ríkar kröfur til leikmanna og krefst þess að gott traust sé á milli leikmanna, þjálfara og stjórnar. Það er því ekki óalgengt að einhver málefni komi upp sem talið er þörf á að taka á í samskiptum við leikmenn, en jafnframt leiðinlegt þegar umræða verður hávær og óvægin án allra upplýsinga um málið. Ekki er ætlunin að tíunda þau atriði sem urðu þess valdandi að ákveðinn brestur kom í samstarf félagsins og Sigtryggs Arnars, en eftir skoðun á málavöxtum hefur náðst full sátt og ekki um nein óleyst mál að ræða milli félagsins og hans.“
Lesa meira

Tarick Johnson til Tindastóls

Körfuknattleiksdeildin hefur tryggt sér starfskrafta bakvarðarins Tarick Johnson út þetta tímabil. Johnson er um 190 cm á hæð og getur spilað hvort sem er stöður leikstjórnanda eða skotbakvarðar. Hann er með breskt vegabréf.
Lesa meira

Enginn körfuboltaskóli eða æfingar á sunnudaginn

Vegna frágangs í íþróttahúsinu eftir þorrablót og fjarveru þjálfara körfuknattleiksdeildar, fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudag.
Lesa meira