Fréttir

Íslandsmóti yngri flokka formlega lokið

10. flokkur stúlna var síðastur yngri flokka Tindastóls til að ljúka Íslandsmótinu þetta árið. Stelpurnar duttu úr leik í undanúrslitum fyrir sterku liði Keflavíkur 46-21.
Lesa meira

Upplýsingar fyrir Kjarnafæðismótið

Nú er Kjarnafæðismótið á Akureyri að fara að bresta á og hér fyrir neðan er tengill á leikjaplanið.
Lesa meira

Eitt lið í undanúrslitum yngri flokkanna um helgina

Það verður eitt lið frá Tindastóli sem tekur þátt í seinni úrslitahelgi Íslandsmótsins núna um helgina. Það er 10. flokkur stúlkna en unglingaflokkur karla, tapaði í gærkvöldi fyrir Fjölni í 8-liða úrslitum og eru því úr leik.
Lesa meira

Unglingaflokkur karla með heimaleik í 8-liða úrslitum Í KVÖLD!!

Strákarnir í unglingaflokki taka á móti Fjölni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í Síkinu Í KVÖLD og hefst leikurinn kl. 19.15.
Lesa meira

Töp hjá okkar liðum á fyrri úrslitahelgi Íslandsmótsins

Stúlknaflokkur, 9. flokkur stúlkna og drengjaflokkur töpuðu öll undanúrslitaleikjum sínum í Íslandsmótinu í Njarðvík núna um helgina og hafa því lokið keppni í vetur.
Lesa meira

Stór helgi í körfunni framundan

Það er langt síðan Tindastóll hefur átt svo mörg lið í úrslitakeppni Íslandsmótsins og nú. Alls hafa 4 lið þegar tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitunum og unglingaflokkur karla er kominn í 8-liða úrslit. Núna um helgina eru það stúlknaflokkur, drengjaflokkur og 9. flokkur stúlkna sem spila á fyrri úrslitahelgi Íslandsmótsins í Njarðvík.
Lesa meira

Engar æfingar á laugardag

Vegna Vormóts Molduxa, falla allar æfingar hjá körfuknattleiksdeildinni niður á laugardag.
Lesa meira

Haukarnir koma ekki

Haukarnir hafa tilkynnt að þeir sjái sér ekki fært að klára Íslandsmótið í unglingaflokki karla og gefa því leikinn við Tindastól í kvöld.
Lesa meira

Frestaður leikur í unglingaflokki í kvöld

Yngri flokkar Tindastóls rokka feitt þessa dagana og í kvöld tekur unglingaflokkur karla á móti Haukum í frestuðum leik frá því fyrr í vetur. Strákarnir hafa þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins, en með sigri ná þeir 2. sæti í sínum riðli, sem gefur heimavallarrétt í 8-liða úrslitunum.
Lesa meira

Drengjaflokkurinn kominn í undanúrslit - heimaleikur hjá unglingaflokki á morgun fimmtudag

Drengjaflokkurinn er fjórða liðið hjá Tindastóli sem tryggir sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins, en strákarnir tóku Grindvíkinga í kennslustund í Síkinu í gær.
Lesa meira