Fréttir

Domino's deildin af stað aftur - útileikur við Grindavík í kvöld

Domino's deildin heldur nú áfram eftir hátíðarnar og hefur Tindastóll nýtt ár með útileik við Íslandsmeistara Grindvíkinga í kvöld. Strákarnir ljúka svo fyrri umferðinni með frestuðum heimaleik við Skallagrím á fimmtudaginn í næstu viku.
Lesa meira

Æfingar Íslandsmótsflokkanna hefjast í dag

Æfingar Íslandsmótsflokkanna hefjast samkvæmt æfingatöflu í dag, en minni- og míkróboltaflokkarnir hefja sínar æfingar á morgun og þá tekur körfuboltaskólinn til starfa á nýjan leik á sunnudaginn.
Lesa meira

Króksamótið 12. janúar

Búið er að ákveða að frestað Króksamót, frá því í nóvember, verði haldið laugardaginn 12. janúar n.k.
Lesa meira

Helgi Rafn körfuknattleiksmaður ársins

Helgi Rafn Viggósson var tilnefndur körfuknattleiksmaður ársins af stjórn körfuknattleiksdeildar fyrir árið 2012. Fékk Helgi viðurkenningu afhenta í hófi þar sem Íþróttamaður Skagafjarðar og Íþróttamaður Tindastóls voru útnefndir.
Lesa meira

Jólakveðja frá körfuknattleiksdeildinni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar iðkendum sínum, foreldrum, þjálfurum og stuðningsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.
Lesa meira

Frestaður Skallagrímsleikur 10. janúar

Búið er að setja frestaðan Skallagrímsleik á dagskrá fimmtudaginn 10. janúar í Síkinu. Leiknum var frestað í nóvember vegna veðurs.
Lesa meira

Jólamót Molduxa á annan í jólum

Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu.
Lesa meira

Æfingar yngri flokkanna í jólafríinu

Nú þegar jólafríið nálgast er rétt að koma á framfæri vinnureglum unglingaráðs varðandi æfingar yngri flokkanna í jólafríinu.
Lesa meira

8 leikmenn í æfingahópum U-15 og U-16 ára landsliðanna

Alls hafa 8 leikmenn yngri flokkanna verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-15 og U-16 ára landsliðanna á milli jóla og nýárs, þar af eru sjö stúlkur.
Lesa meira

Tveir í röð hjá Tindastól

Tindastóll sigraði spræka ÍR-inga í kvöld, 96-90 og fylgdi þannig á eftir góðum sigri á Njarðvík fyrir viku síðan. Liðin buðu upp á hörkuleik þar sem jólastemningin var í fyrirrúmi en Tindastólsliðið var þó með örlitla yfirhönd, kannski svona einu stigi yfir mest allan tímann og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan sigur.
Lesa meira