02.11.2012
Búið er að breyta aldurstakmarki morgunæfinganna sem eru tvisvar í viku. Nú eru það iðkendur í 8. bekk sem fá einnig að mæta á æfingarnar sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 06.40.
Lesa meira
01.11.2012
Búið er að fresta leik Tindastóls og Skallagríms sem vera átti í kvöld vegna veðurs. Ekki hefur verið fundinn nýr leiktími, en líklega ekki hægt að spila leikinn fyrr en 22. nóvember í fyrsta lagi.
Lesa meira
01.11.2012
Tindastóll tekur á móti Skallagrími í Domino's deildinni Í KVÖLD kl. 19.15 í Síkinu. Skallarnir hafa komið skemmtilega á óvart það sem af er, en okkar menn eiga ennþá eftir að landa fyrsta sigrinum í deildinni.
Lesa meira
31.10.2012
Króksamótinu í minnibolta sem vera átti á laugardaginn, hefur verið frestað vegna slæms veðurútlits. Unglingaráð telur það ekki forsvaranlegt að hvetja foreldra og börn til ferðalaga við þessar aðstæður.
Lesa meira
30.10.2012
Króksamótið í minnibolta verður haldið í íþróttahúsinu næstkomandi laugardag, þann 3. nóvember. Að þessu sinni má gera ráð fyrir um 120 þátttakendum, sem koma frá Tindastóli, Smáranum í Varmahlíð og Þór Akureyri.
Lesa meira
30.10.2012
Þá hafa allir yngri flokkarnir sem taka þátt í fjölliðamótum KKÍ lokið fyrstu umferð. Það voru 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem lokuðu 1. umferðinni núna um helgina.
Lesa meira
28.10.2012
Það var boðið upp á bráðskemmtilegan leik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stjarnan sem er eitt allra besta lið landsins mætti á svæðið með gríðarmikið „svægi“ eftir góð úrslit að undanförnu.
Lesa meira
27.10.2012
Þó Tindastóll eigi ennþá eftir að landa sigri í Domnio's deildinni, hafa strákarnir unnið báða sína leiki í Lengjubikarnum og það hafa Stjörnumenn einnig gert, en þeir koma í heimsókn í Síkið á morgun sunnudag.
Lesa meira
26.10.2012
Fyrstu umferð fjölliðamóta Íslandsmótsins lýkur um helgina, en þá taka 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja þátt í sínum fyrstu mótum þetta árið. Helginni lýkur svo með leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið.
Lesa meira
25.10.2012
Tindastóll tapaði rétt í þessu fyrir Fjölni í Grafarvogi 75-72. Jafnt var á nánast hverri einustu tölu allan leikinn en því miður voru það Fjölnismenn sem voru yfir þegar flautan gall. Fjögur töp í fyrstu fjóru leikjunum, sem þýðir bara að það styttist í fyrstu stigin.
Lesa meira