27.03.2014
Í dag yfirgáfu þrír leikmenn lið Tindastóls og fengu félagaskipti yfir í önnur lið. Arnar Sigurðsson gekk í raðir Gróttu. Arnar Magnús Róbertsson gekk í raðir KH og síðast en ekki síst yfirgaf Árni Arnarson félagið en hann gekk til liðs við HK. Að missa Árna er afskaplega þungt högg fyrir okkur enda hefur hann leikið stórt hlutverk í liði okkar undanfarin ár. En þegar leikmaður tekur þá ákvörðun að vilja yfirgefa félagið er lítið sem við getum gert.
Lesa meira
27.03.2014
Í kvöld fimmtudagskvöld munu krakkar úr körfuknattleiksdeild Tindastóls ganga um bæinn og safna tómum flöskum. Um er að ræða hluta af fjáröflun körfuknattleiksdeildarinnar sem rekur öflugt yngri flokka starf. Við biðjum bæjarbúa að taka vel á móti krökkunum.
Lesa meira
27.03.2014
Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, halda "PIZZUHLAÐBORÐ" í kvöld, fimmtudaginn 27. mars kl. 18-21, til fjáröflunar fyrir ferðina.
Lesa meira
24.03.2014
Unglingaflokkur tapaði fyrir Stjörnunni á laugardag 99-80 en Drengjaflokkur vann Fjölni auðveldlega 122-78.
Lesa meira
22.03.2014
Fjórir leikmenn skrifuðu í dag undir samning við Tindastól. Þetta er þeir félagarnir Fannar Örn Kolbeinsson, Hólmar Skúlason, Guðni Einarsson og Konráð Freyr Sigurðsson.
Lesa meira
22.03.2014
Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður haldið á Húsavík 20.- 22. júní í sumar. Kynningarfundur verður haldinn á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. mars.
Lesa meira
21.03.2014
Aðeins tveir leikir eru helgina. Unglingaflokkur leikur gegn Stjörnunni í Ásgarði á morgun, laugardag, kl.14 og Drengjaflokkur leikur gegn Fjölni í Rimaskóla kl.15:30 á sunnudag.
Lesa meira
17.03.2014
Gerðar hafa verið breytingar á æfingatímum hjá stúlkum drengjum í 1. og 2. bekk, hjá 7. flokk drengja og 8. flokk stúlkna.
Lesa meira
16.03.2014
Lið Tindastóls í 11. flokki, drengjaflokki, unglingaflokki, meistaraflokki karla og kvenna léku samtals sex leiki um helgina og sigruðu í þeim öllum.
Lesa meira
14.03.2014
Tindastóll tók á móti liði Hattar frá Egilsstöðum í Síkinu í kvöld en síðasta umferðin í 1. deild karla í körfubolta var spiluð í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að Tindastóll var deildarmeistari og sýndu Stólarnir á köflum flottan körfubolta og unnu að lokum öruggan sigur á ágætu liði Hattar. Lokatölur 97-77.
Lesa meira