Fréttir

Körfuboltaæfingar fyrir 7.bekk og eldri

Körfuboltaæfingar stúlkna og drengja í 7. bekk og eldri hefjast á morgun, miðvikudag 14. maí og fimmtudag 15. maí.
Lesa meira

Tashawna Higgins áfram í Skagafirðinum.

Mun einnig þjálfa yngri kvennaflokka félagsins.
Lesa meira

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð körfuboltadeildar Tindastóls í yngri flokkum verður haldin í íþróttahúsinu þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 17:00.
Lesa meira

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar.

Á daskrá eru hefðbundin aðalfundastörf.
Lesa meira

M.fl.kvenna

Á föstudaginn kl. 19:00 hefst úrslitaleikur lengjubikars í C deild kvenna. Þareigast við KR og Tindastóll. Leikurinn verður leikinn á KR velli, hvernig sem á því stendur...
Lesa meira

M.fl.karla

Markvörðurinn tvítugi Anton Ari Einarsson hefur gengið í raðir Tindastóls í 1. deildinni en hann kemur á lánssamningi frá Val. Anton gekk nýlega í raðir Vals frá Aftureldingu þar sem hann var aðalmarkvörður í fyrra. Fyrr í vetur var hann á Englandi í nokkrar vikur þar sem hann æfði með bæði Manchester City og Bolton Wanderers. Sebastian Furness sem upphaflega átti að verja mark Tindastóls í 1. deildinni í sumar en hann kom ekki til landsins af persónulegum ástæðum. Tindastóli er spáð neðsta sæti í 1. deild en liðið leikur gegn BÍ/Bolungarvík í fyrstu umferð á laugardag.
Lesa meira

Silfur í drengjaflokki í gær

Drengjaflokkur Tindastóls beið lægri hlut fyrir Haukum í gær í úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn.
Lesa meira

Stórmót sumarsins

Keppnistímabilið í frjálsíþróttum utanhúss er hafið. Því er ástæða til að huga að tímasetningum stórmóta sumarsins. Skoðið mótaskrána.
Lesa meira

Úrslitaleikur í drengjaflokki

Á morgun kl.16 spila strákarnir í Drengjaflokki hreinan úrslitaleik við Hauka um íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi. Við hvetjum stuðningsmenn Tindastóls, jafnt heimamenn sem brottflutta til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana til sigurs.
Lesa meira

ÁFRAM TINDASTÓLL !

Frjálsíþróttadeild Tindastóls óskar öllu íþróttafólki gæfu og gengis á komandi sumri. Stuðningsmenn allir eru kallaðir til leiks. Þið veitið kraftinn sem öllu máli skiptir. Áfram Tindastóll !
Lesa meira