20.06.2014
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík helgina 20.-22 júní. Mótið nýtur sívaxandi vinsælda og er gott innlegg fyrir þá sem langar að hreyfa sig og keppa.
Lesa meira
19.06.2014
Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir nú um helgina, 21.-22. júní, í 3. deild Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Tiblisi í Georgíu. Liðið hefur einsett sér að vinna sig upp um deild. Skagfirðingar eiga tvo fulltrúa í landsliðshópnum.
Lesa meira
15.06.2014
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, setti nýtt Íslandsmet 22 ára og yngri í 200m hlaupi á Sumarmóti UMSS á Sauðárkróksvelli 15. júní.
Lesa meira
12.06.2014
Áskorun til einstaklinga, fyrirtækja í Skagafirði og deilda innan Tindastóls
um að taka þátt í boðsundi og einstaklingsgreinum á Héraðsmóti UMSS
17. júní 2014, í Sauðárkrókslaug.
Mótið hefst kl. 10.30 en upphitun hefst kl.10:00.
Það eru fjórir keppendur í hverri boðsundssveit, það mega vera blönduð lið (kk og kvk) og þarf hver keppandi að synda 50m frjálst sund.
- Síðasti skráningardagur er til miðnættis 15. júní: sund@tindastoll.is....ofl.
Kveðja! Stjórn sunddeildar Tindastóls
Lesa meira
12.06.2014
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, sigraði í 100m og 400m hlaupum á Vormóti ÍR sem fram fór í Reykjavík 11. júní. Í 100m hlaupinu setti hann glæsilegt Íslandsmet í flokki 19 ára og yngri, bætti 26 ára gamalt met Jóns Arnars Magnússonar.
Lesa meira
11.06.2014
Héraðsmót UMSS 17.júní 2014
Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði í kvenna- og karlaflokki, : opnir flokkar.
200 m fjórsund
100 m baksund
100 m flugsund
100 m bringusund
100 m skriðsund
500 m skriðsund Kerlingin og Grettisbikarinn.
4x 50 boðsund blönduð lið.
Fyrsta keppnin var háð árið 1940 og er þetta því sjötugasta og fjórða aldursár keppninnar.
Lesa meira
10.06.2014
Sumarmót UMSS fer fram á Sauðárkróksvelli sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 13. Keppt verður í aldursflokkum frá 12 ára aldri.
Lesa meira
09.06.2014
Það viðraði vel til knattspyrnuiðkunar á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag þegar Selfoss tók á móti Tindastól í 1. deild karla.
Lesa meira
07.06.2014
Tindastóll og Darrel Keith Lewis hafa komist að samkomulagi um að Lewis verði leikmaður Tindastóls á næsta tímabili.
Lesa meira
06.06.2014
1.deild karla 5.júní á Akureyri
Heimamenn í KA sigruðu Tindastól örugglega 4-0 á KA-velli í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og var mikill hiti í leiknum. Þar sem sjö gul og eitt rautt litu dagsins ljós.
KA menn voru ekki lengi að komast yfir í leiknum. Strax á 8.mínútu fékk Stefán Þór Pálsson boltann í vítateignum og skaut föstu skoti uppi í þaknetið og staðan því 1-0 fyrir KA. Þetta var fyrsta mark Stefáns fyrir KA en hann er í láni frá Breiðabliki.
Á 20 mínútu varð svo umdeilt atvik. Stefán Þór Pálsson var að sleppa í gegn þegar Kári Eiríksson tók hann niður. Hann slapp með gult en það má deila um hvort rautt spjald hefði verið réttur dómur. Aðeins 10 mínútum síðar fékk Kári Eiríksson sitt annað gula spjald og þurftu gestirnir að leika manni færri í 60 mínútur.
KA menn héldu áfram að sækja en náðu ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar flautað var til leikhlés. Heimamenn héldu svo áfram að sækja og á 64.mínútu kom annað mark þeirra. Hallgrímur Mar skoraði þá eftir mistök í vörn gestanna. Tveimur mínútum síðar fengu heimamenn svo víti þar sem Hallgrímur Mar var aftur á ferðinni og skoraði. Staðan því orðinn 3-0 fyrir heimamenn.
Úlfar Valsson skoraði svo seinasta mark heimamanna með skalla eftir góðan undirbúning frá Hallgrími Mar, en þetta var fyrsti leikur hans fyrir KA. Lokatölur 4-0 og sannfærandi sigur heimamanna staðreynd. Eftir leikinn er KA í 8.sæti með þrjú stig en Tindastóll í því neðsta með tvö stig.
( fotbolti.net )
Lesa meira