Fréttir

Nettómótið

Nettómótið í körfubolta verður haldið i Reykjanesbæ helgina 1.-2. mars n.k. Mótið er fyrir krakka í 3.-6. bekk. Þeir foreldrar sem áhuga hafa á að fara með börnin sín á mótið hafi samband við unglingaráð á netfangið karfa-unglingarad@tindastoll.is sem fyrst. Ljóst er að þjálfarar barnanna komast ekki þar sem þau eiga bæði leiki þessa helgi.
Lesa meira

ÍR-ingar gerðu út um bikardraum Tindastólsmanna í hörkuleik

Tindastóll og ÍR mættust í hörku körfuboltaleik í Síkinu í kvöld en um var að ræða undanúrslitaleik í Powerade-bikarkeppni KKÍ. Góð stemning var í Síkinu, fjöldi áhorfenda og fámennur en hávær stuðningsmannahópur Breiðhyltinga kryddaði stemninguna enn frekar. Þegar upp var staðið voru það gestirnir sem reyndust sterkari, sigruðu 79-87, og mæta Grindvíkingum í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Reykjavík helgina 1.- 2. febrúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,66m, sem er jöfnun á skagfirska héraðsmetinu í kvennaflokki. Jóhann Björn Sigurbjörnsson vann silfur í 60m hlaupi og Guðjón Ingimundarson silfur í 60m grindahlaupi.
Lesa meira

Stóra stundin að nálgast.

Það verður boðið uppá flugeldasýningu í Síkinu á morgun og eins gott að fólk mæti og taki þátt í þessu með strákunum.
Lesa meira

Erfið fæðing í Síkinu í kvöld

Tindastóll og lið FSu mættust í Síkinu í kvöld í 12. umferð 1. deildar. Leikurinn varð talsvert meira spennandi en stuðningsmenn Tindastóls hefðu fyrirfram reiknað með og rétt á lokamínútunum sem Stólunum tókst að tryggja sigurinn. Lokatölur voru 93-83.
Lesa meira

10.flokkur stúlkna úr leik í bikarnum

10.fl. stúlkna tapaði í dag fyrir Keflavík í bikarkeppni 10.flokks, 34-48 og eru þar með úr leik.
Lesa meira

Fjölliðamót 8. flokki stúlkna um helgina.

Fjölliðamót 8. flokks stúlkna verður í íþróttahúsinu á Króknum á morgun, laugardaginn 1. febrúar. Til leiks mæta lið Snæfells, Fjölnis og KR-b.
Lesa meira

Tindastóll-Keflavík í 10.fl.stúlkna á föstudag

Á morgun, föstudaginn 31.janúar kl.16:30, leikur 10. flokkur stúlkna Tindstóls við Keflavík heima í bikarkeppni 10.flokks.
Lesa meira

Tindastóll-FSu

FSu hefur verið að stríða liðunum í efri hluta deildarinnar.
Lesa meira

Gullmót KR -Fundur 29.janúar

Fundur kl.18:30 í dag 29.jan í sundlauginni uppi vegna Gullmót Kr þann 7-9 feb haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík 50 m. Í dag eftir sundæfingar hjá báðum hópum er boðið uppá ávexti og grænmeti. Hlökkum til að sjá sem flesta kv. stjórn sunddeildar
Lesa meira