Fréttir

ULM 2013 á Höfn í Hornafirði

"16. Unglingalandsmót UMFÍ" var haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir fremur kalda og vindasama daga, gekk mótið vel fyrir sig og þátttakendur skemmtu sér vel.
Lesa meira

Tindastóll sigraði Þrótt nokkuð örugglega

Erfitt að finna betri afþreyingu á Króknum en að fara á fótboltaleik þegar okkar strákar í Tindastól spila svona flottan bolta. Nýtum sumarið og hittumst og skemmtum okkur hjá frábærlega flottu liði Tindastóls. Góður 3-0 sigur í gær
Lesa meira

ULM 2013

"Unglingalandsmót UMFÍ" er haldið um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði. Mótið er vímulaus skemmtun ungmenna með fjölbreyttri íþróttakeppni, sem hefur fyrir löngu sannað sig sem vinsælasta útihátíðin fyrir unglinga um verslunarmannahelgina.
Lesa meira

Leikurinn verður á fimmtudaginn kl:18:00

Búið er að færa leikinn til fimmtudags og byrjar hann klukkan 18:00. Mikilvægur leikur hjá strákunum og vonumst við eftir að sjá sem flesta styðja strákana í leiknum. Þróttur er í 10.sæti deildarinnar en okkar strákar eru í 9.sæti svo þinn stuðningur skiptir máli. Mætum á völlinn og styðjum strákana. Áfram Tindastóll
Lesa meira

Fínn sigur á Völsungi

Læti voru á Mærudögum þegar Tindastóll heimsótti Völsung í 13.umferð. Tindastóll skoraði þrjú mörk, Völsungur skoraði tvö mörk og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Flottur sigur en næsti leikur verður heimaleikur á fimmtudaginn gegn Þrótti.
Lesa meira

MÍ í frjálsíþróttum 2013, aðalhluti

Aðalhluti „Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum 2013“ fór fram á Þórsvelli á Akureyri helgina 27.- 28. júlí. Keppendur voru um 150, þar af 5 frá UMSS. Björn Margeirsson varð í 2. sæti í 1500m hlaupi og Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 100m hlaupi.
Lesa meira

MÍ - aðalhluti í frjálsíþróttum

"Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 2013", aðalhluti, fer fram á Þórsvelli á Akureyri helgina 27.- 28. júlí. Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins mætir til leiks.
Lesa meira

Góður sigur gegn Leiknismönnum

Tindastóll tók á móti Leikni á Sauðárkróksvelli en þetta var fyrsti leikur seinni umferðar. Fyrri viðureign þessara liða endaði með 1 – 1 jafntefli á gervigrasvellinum í Breiðholtinu.
Lesa meira

Mikið um að vera

„Eldri“ og yngri Skagfirðingar keppa á frjálsíþróttamótum um helgina. „MÍ-öldunga“ stendur yfir á Sauðárkróksvelli, og stór hópur unglinga keppir á „Sumarleikum HSÞ“ að Laugum.
Lesa meira

MÍ-fjölþrauta og MÍ-öldunga

Tveir hlutar "Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum" fara fram á Sauðárkróksvelli helgina 20. - 21. júlí.
Lesa meira