Fréttir

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar 10. júlí 2013

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldinn miðvikudaginn 10. júlí 2013, kl. 20.00 í Vallarhúsinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk tillögu um breytingu á reikningsári körfuknattleiksdeildarinnar.
Lesa meira

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Hafnarfirði helgina 22. – 23. júní. Frá UMSS voru 6 keppendur, sem stóðu sig mjög vel, og unnu þrenn verðlaun á mótinu.
Lesa meira

Sanngjarn sigur á Haukum 2-1

Tindastólsstelpur spiluðu við Fram á heimavelli og mættu svo Haukum á útivelli. Næsti leikur er á móti Álftanesi miðvikudaginn 26. júní kl. 19:00 á Sauðárkróksvelli.
Lesa meira

Landsbankamótsfundur

Boðuð eru: Aðalstjórn knattspyrnudeildar, Barna- og unglingaráð, foreldraráð, fulltrúar m.fl. ráða karla og kvenna.
Lesa meira

Strákarnir dottnir úr bikarnum - Næsti leikur á morgun gegn KF

Strákarni duttu úr bikarnum á miðvikudaginn með 2-1 tapi gegn Reykjavíkur Víkingum. Næsti leikur er á morgun gegn nágrönnum okkar í Fjallabyggð. Leikurinn verður spilaður á Ólafsfjarðarvelli og hefst leikurinn kl:14:00. Mætum og styðjum strákana til sigur.
Lesa meira

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Eins og undanfarin ár rekur UMFÍ frjálsíþróttaskóla á nokkrum stöðum á landinu í sumar í samstarfi við FRÍ. Skólinn, sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára, verður starfræktur á Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Borgarnesi og Selfossi á mismunandi tímum í sumar.
Lesa meira

Spilað á Blönduósi

Annar "heimaleikur" tímabilsins fer fram á Blönduósi á föstudaginn. En fyrsti heimaleikurinn fór fram í Boganum. Mikilvægur leikur framundan hjá strákunum í M.fl karla gegn Fjölni og hvetjum við alla til þess að rúlla yfir fjallið og hvetja strákana áfram. Leikurinn hefst kl:19:15 á föstudaginn
Lesa meira

3. LM UMFÍ 50+ í Vík

"3. Landsmót UMFÍ 50+" verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní í umsjá USVS. Keppt verður í fjölmörgum greinum íþrótta og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Frjálsíþróttakeppnin verður kl. 14-18 á laugardag, og kl. 10-13 á sunnudag.
Lesa meira

Héraðsmót UMSS 17.júní 2013

Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði í kvenna- og karlaflokki, : opnir flokkar og boðsundi. Síðasti skráningardagur er til miðnættis 14. Júní: sund@tindastoll.is Þarf að koma kt og nöfn og hvað liðið heitir einnig einstaklingsgreinar. Stjórn sunddeildar er komin með kvenna sveit skorum á aðrar deildir og Fyrirtæki að taka þátt.
Lesa meira

Svekkjandi jafntefli í Ólafsvík

Það var 7 stiga hiti og norðaustan gola þegar leikur Tindastóls og Víkings Ólafsvík byrjaði, völlurinn grænn, fagur og blautur, fótbolta aðstæður mjög góðar. Byrjunarlið Tindastóls: Bryndís Rut (M), Sunna Björk (F), Guðrún Jenný, Snæbjört, Ólína Sif, Guðný Þóra, Carolyn Polcari, Rakel Svala, Svava Rún, Leslie Briggs og Rakel Hinriks.
Lesa meira