Fréttir

Tindastóll komnir í 32.liða úrslit

Tindastóll sigraði Dalvík/Reyni 5-1 í Boganum í gær. Um var að ræða leik í 2.umferð Borgunarbikarsins. Mörk okkar manna skoruðu Chris Tsonis (2) , Elvar Páll Sigurðsson, Steven Beattie og Atli Arnarson. Dregið verður í hádeginu í dag í 32.liða úrslitum.
Lesa meira

Leiknir vs Tindastóll

1.umferðin hófst með leik Leiknis og Tindastólsmanna. Lokatölur 1-1 þar sem Elvar Páll Sigurðsson skoraði mark okkar manna. Fín frammistaða og vonandi að strákarnir byggi ofaná þetta fyrir næsta leik.
Lesa meira

Lokahóf meistaraflokks á laugardaginn

Lokahóf meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik verður haldið á Mælifelli á laugardaginn kemur. Skráning á hófið er hjá Óla Birni í síma 825 4628.
Lesa meira

Hægt að fylgjast með Guðlaugu og Pétri í Sviþjóð

Hægt er að fylgjast með leikjum íslensku landsliðanna á NM í Sviþjóð í live statti þeirra Svía.
Lesa meira

Tveir nýjir leikmenn til Tindastóls

Tindastóll hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil. Elvar Páll Sigurðsson kemur til Tindastóls á lánssamningi, Elvar er bróðir Arnars Sigurðssonar og mun því bætast enn í bræðrahópinn hjá Tindastól. Elvar spilaði á síðasta tímabili með ÍR. Rodrigo Morin er einnig gengin til liðs við Tindastól, en hann kemur úr Háskólanum West Texas A&M, það er einmitt sami skóli og Seb Furness kom frá.
Lesa meira

Uppskeruhátíð yngri flokka haldin í gær

Uppskeruhátíð yngri flokkanna var haldin í gær í íþróttahúsinu. Ágætlega var mætt af iðkendum og foreldrum og eftir afhendingu viðurkenninga var boðið upp á pylsur sem runnu ljúflega ofan í mannskapinn.
Lesa meira

Uppskeruhátíð yngri flokka á þriðjudaginn

Unglingaráð heldur uppskeruhátíð yngri flokkanna í íþrótthúsinu, þriðjudaginn 7. maí, kl. 17.00. Á dagskrá verða hefðbundnar viðurkenningaafhendingar og veitingar. Foreldrar boðnir sérstaklega velkomnir.
Lesa meira

Sumaræfingar yngri flokka af stað í þessari viku

Sumaræfingar yngri flokka körfuknattleiksdeildar hefjast í þessari viku, nánar tiltekið í dag. Um hefðbundið sumarprógramm verður að ræða, eða tvær æfingar í viku fyrir krakka frá 6. - 10. bekk.
Lesa meira

Er hann á lífi ?

Núna eru rétt rúmar tvær vikur í að flautað verður til leiks á Sauðárkróksvelli og bæjarprýðin lítur vægast sagt illa út. Mikill klaki lá á vellinum í langan tíma í vetur og fór klakinn ekki af vellinum fyrr en vinnuvélar voru búnar að brjóta hann af. Hvort þær aðgerðir fóru of seint af stað er erfitt að svara á þessum tímapunkti en ljóst er að við þurfum mikinn hlýindakafla, kraftaverk, nýtt gras... eða gervigras til að geta spilað á grænu grasi í byrjun móts.
Lesa meira

Breyting á æfingartíma v/skólasunds frá 2-17 maí

Breyting á æfingartíma hjá sunddeild þessa daga frá 2-17 maí vegna skólasunds 1-3 bekkjar..ofl..
Lesa meira