22.03.2013
Breiðablik hefur dregið sig út úr keppni í 11. flokki drengja og koma því ekki í B-riðilsmótið sem verður hér um helgina. Drengjaflokkurinn tekur svo á móti Valsmönnum á sunnudaginn.
Lesa meira
21.03.2013
Linda Þórdís Róbertsdóttir hefur verið valin í U-15 ára landsliðið sem tekur þátt í Copenhagen Invitational mótinu í sumar. Linda er þar í hópi 12 stúlkna sem halda munu uppi heiðri Íslands á mótinu.
Lesa meira
21.03.2013
Allir þeir krakkar sem stundað hafa fótbolta með Tindastóli í vetur munu fá afhenta æfingaboli merkta félaginu á æfingatíma á morgun og laugardag. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með því að krakkarnir mæti svo allir verði glaðir.
Lesa meira
20.03.2013
Nú fer lokaspretturinn að hefjast í Íslandsmóti yngri flokkanna og fjórða umferð og jafnframt sú síðasta, framundan í öllum flokkum.
Lesa meira
18.03.2013
Tindastóll féll úr Domino's deildinni í körfubolta í gærkvöldi eftir tap gegn deildarmeisturum Grindvíkinga 91-97. Á sama tíma lagði KFÍ lið KR-inga á Ísafirði og það dugði fyrir þá vestfirsku til að halda sér uppi á kostnað Tindastóls.
Lesa meira
17.03.2013
Tindastóll spilaði gegn ÍBV í lengjubikarnum og með flottum leik komu strákarnir tvisvar til baka gegn Pepsi-deildarliðinu og úrslit leiksins 2-2. Flottur leikur og mjög skemmtilegur bolti sem var spilaður hjá strákunum í gær. Næsti leikur er á þriðjudaginn gegn Grindavík.
Lesa meira
16.03.2013
Nú skal tjalda öllu til í Síkinu annað kvöld, því með stuðningi FISK Seafood og KS, verður öllum boðið á stórleik Tindastóls og Grindavíkur!!!
Lesa meira
16.03.2013
Hún verður örlagarík lokaumferðin í Domino's deildinni sem fram fer á sunnudagskvöld. Nýkrýndir deildarmeistarar, Grindavík, munu þá koma í heimsókn og etja kappi við okkar menn, sem eru í harðri baráttu fyrir tilverurétti sínum í deildinni.
Lesa meira
15.03.2013
Unglingaflokkur karla tekur á móti ÍR-ingum í kvöld í Síkinu og hefst leikurinn kl. 19.30.
Lesa meira
13.03.2013
Hann getur heldur betur reynst afdrifaríkur leikurinn við ÍR-inga syðra á fimmtudagskvöldið. Með sigri geta Tindastólsmenn náð Skallagrími að stigum og þar með skotist upp í 8. sætið, tapi þeir fyrir KR á útivelli, en með meira en 6 stiga tapi, jafnar ÍR Tindastól að stigum og kemst upp fyrir á innbyrðisviðureignum.
Lesa meira