Fréttir

Gullmót Kr í sundi haldið um helgina 8-10.feb í Reyjavík

Sunddeild Tindastóls er með 14.keppendur á mótinu ásamt foreldrum og þjáfara.
Lesa meira

Þrír "nýjir" leikmenn í Tindastól

Þrír strákar eru búnir að fá leikheimild með Tindastól fyrir næsta sumar. Guðni er búinn að skipta yfir í Tindastól frá Drangey og það sama má segja um Kára Eiríkis. Tindastóll er einnig búnir að fá Sigurð Hrannar Björnsson yfir til sín en hann var leikmaður Fram á síðustu leiktíð. Við bjóðum þessa stráka velkomna í hópinn.
Lesa meira

Fjölnir í heimsókn í Domino's deildinni á föstudag

Það er í mörg horn að líta í körfuboltanum um helgina. Fjörið hefst á föstudagskvöldið þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Domino's deildinni en um helgina verða svo yngri flokkarnir á ferð og flugi, þar af einn hér á heimavelli.
Lesa meira

Yfirlýsing frá stjórn körfuknattleiksdeildar

"Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls harmar þær umræður sem orðið hafa um ungan og efnilegan leikmann sem Tindastóll fékk í sínar raðir fyrir tímabilið, Sigtryggs Arnars Björnssonar, og nýleg samskipti stjórnar og þjálfara við hann. Sú krafa sem gerð er til liðs í efstu deild í hópíþrótt leiðir vissulega til þess að gerðar eru ríkar kröfur til leikmanna og krefst þess að gott traust sé á milli leikmanna, þjálfara og stjórnar. Það er því ekki óalgengt að einhver málefni komi upp sem talið er þörf á að taka á í samskiptum við leikmenn, en jafnframt leiðinlegt þegar umræða verður hávær og óvægin án allra upplýsinga um málið. Ekki er ætlunin að tíunda þau atriði sem urðu þess valdandi að ákveðinn brestur kom í samstarf félagsins og Sigtryggs Arnars, en eftir skoðun á málavöxtum hefur náðst full sátt og ekki um nein óleyst mál að ræða milli félagsins og hans.“
Lesa meira

4 Íslandsmeistaratitlar til UMSS

Unga frjálsíþróttafólkið okkar úr Skagafirði gerði góða ferð suður á Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára nú um helgina. Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust, auk þess sjö silfur- og sjö bronsverðlaun.
Lesa meira

Tarick Johnson til Tindastóls

Körfuknattleiksdeildin hefur tryggt sér starfskrafta bakvarðarins Tarick Johnson út þetta tímabil. Johnson er um 190 cm á hæð og getur spilað hvort sem er stöður leikstjórnanda eða skotbakvarðar. Hann er með breskt vegabréf.
Lesa meira

Enginn körfuboltaskóli eða æfingar á sunnudaginn

Vegna frágangs í íþróttahúsinu eftir þorrablót og fjarveru þjálfara körfuknattleiksdeildar, fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudag.
Lesa meira

MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fer fram í Reykjavík helgina 2.-3. febrúar. Skráðir keppendur eru 230, þar af 22 Skagfirðingar.
Lesa meira

FC Zwolle semur við Rúnar Má

Hollenska efstudeildar félagið FC Zwolle hefur gengið frá samningum við Rúnar Má Sigurjónsson, Skagfirðing og fyrrverandi leikmann Tindastóls. Rúnar Már var sem kunnugt er einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra og spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. Flest allir og þar á meðal Rúnar sjálfur bjuggust við að hann færi til GIF Sundsvall í Svíþjóð en Hollenska liðið kom inn í myndina á síðustu stundu og náðu þeir að klófesta drenginn. Knattspyrnudeildin óskar Rúnari til hamingju með árangurinn og er ekki í nokkrum vafa að litla gervigrasið okkar hérna á Króknum hafi hjálpað Rúnari á leið sinni.
Lesa meira

Domino´s deildin af stað aftur

Nú er Domino's deildin að fara af stað aftur eftir hléið sem var gert á henni vegna Stjörnuleiks KKÍ. Verkefni Tindastóls eru ærin á næstunni, þrír gríðarlega mikilvægir leikir gegn liðum sem eru á svipuðum slóðum í töflunni.
Lesa meira