Fréttir

MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fer fram í Reykjavík helgina 2.-3. febrúar. Skráðir keppendur eru 230, þar af 22 Skagfirðingar.
Lesa meira

FC Zwolle semur við Rúnar Má

Hollenska efstudeildar félagið FC Zwolle hefur gengið frá samningum við Rúnar Má Sigurjónsson, Skagfirðing og fyrrverandi leikmann Tindastóls. Rúnar Már var sem kunnugt er einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra og spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. Flest allir og þar á meðal Rúnar sjálfur bjuggust við að hann færi til GIF Sundsvall í Svíþjóð en Hollenska liðið kom inn í myndina á síðustu stundu og náðu þeir að klófesta drenginn. Knattspyrnudeildin óskar Rúnari til hamingju með árangurinn og er ekki í nokkrum vafa að litla gervigrasið okkar hérna á Króknum hafi hjálpað Rúnari á leið sinni.
Lesa meira

Domino´s deildin af stað aftur

Nú er Domino's deildin að fara af stað aftur eftir hléið sem var gert á henni vegna Stjörnuleiks KKÍ. Verkefni Tindastóls eru ærin á næstunni, þrír gríðarlega mikilvægir leikir gegn liðum sem eru á svipuðum slóðum í töflunni.
Lesa meira

Morgunmatinn í rúmið á sunnudaginn?

Meistaraflokkur og unglingaráð ætla í sameiningu að efna til fjáröflunar í samvinnu við Sauðárkróksbakarí, með því að bjóða fólki upp á að fá morgunverð sendan heim á sunnudaginn.
Lesa meira

Góður árangur á Stórmóti ÍR

Skagfirðingarnir sem kepptu á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Reykjavík 26.-27.janúar stóðu sig með miklum sóma og unnu til 23 verðlauna, 2 gull, 12 silfur og 9 brons. Mótið var mjög fjölmennt, keppendur nálægt 800, og keppni mjög spennandi í flestum greinum.
Lesa meira

Fjölliðamótin af stað aftur

Þriðja umferð Íslandsmóts yngri flokkanna hefst um helgina og eru fjórir yngri flokkar á ferðinni þessa fyrstu mótahelgi eftir áramót. Það eru stúlknaflokkur, 11. flokkur drengja, 8. flokkur stúlkna og 8. flokkur drengja.
Lesa meira

Fótbolta mót Arion banka

Arion banka mótið er innanflokksmót Tindastóls og eru það sjö yngstu flokkar félagsins sem tóku þátt. Allir voru velkomnir á þetta skemmtilega mót, hvort sem krakkarnir æfa fótbolta eða ekki. FeykirTV kíkti á mögnuð knattspyrnutilþrif laugardaginn sl.
Lesa meira

17. Stórmót ÍR

Helgina 26. - 27. janúar verður „17. Stórmót ÍR“ haldið í Laugardalshöllinni. Mótið hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins og eru skráðir keppendur nú 751. Skagfirðingar sem keppa á mótinu eru 24 talsins.
Lesa meira

10. drengja og drengjaflokkur úr leik í bikarnum

Bæði 10. flokkur drengja og drengjaflokkur eru úr leik í Bikarkeppni KKÍ. 10. flokkur tapaði hér heima gegn KR og Hamar/Þór lagði drengjaflokkinn fyrir sunnan.
Lesa meira

Edvard Börkur kominn aftur í Tindastól

Tindastóll hefur fengið besta leikmann síðasta tímabils aftur í sínar raðir. Strax eftir síðasta leik í fyrra fólust Valsmenn eftir kröftum hans, og skipti hann yfir í sitt uppeldisfélag. Eddi hefur hinsvegar ákveðið að flytja búferlum alfarið norður á Sauðárkrók og gengið var frá lánssamningi við Edda út tímabilið. Þetta er gríðarlega mikill styrkur fyrir okkur og bjóðum við strákinn hjartanlega velkominn norður í sæluna.
Lesa meira