22.02.2013
Tindastólsmenn sóttu ekki gull í greipar þeirra Suðurnesjamanna í Keflavík í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik og séns alveg fram í byrjun fjórða leikhluta, datt botninn úr leik okkar manna og þeir töpuðu 98-73.
Lesa meira
22.02.2013
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var haldinn 21. febrúar. Fram kom að gróska er í starfinu og fjárhagslega stendur deildin vel. Sigurjón Viðar Leifsson var endurkjörinn formaður deildarinnar.
Lesa meira
21.02.2013
Tindastólsmenn heimsækja Keflvíkinga í Sláturhúsið á föstudag í Domino's deildinni sem nú fer aftur af stað eftir hlé sem var gert vegna bikarúrslitanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV og stuðningsmenn ætla að hittast á Mælifelli.
Lesa meira
20.02.2013
3. og næst síðasta umferð fjölliðamótanna fer fram um helgina, en þá eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem slá botninn í þessa umferð.
Lesa meira
18.02.2013
Tindastóll spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fylki þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 48.mín beint úr aukaspyrnu. Ágætis leikur hjá strákunum og með smá heppni hefðu þeir getað fengið eitthvað útúr þessum leik. Næsti leikur er á laugardaginn þegar við mætum Íslandsmeisturum FH í Akraneshöllinni
Lesa meira
18.02.2013
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar og hefst hann kl. 20. Fundurinn verður haldinn að Víðigrund 5 á Sauðárkróki.
Lesa meira
18.02.2013
Stúlknaflokkur sameiginlegs liðs KFÍ og Tindastóls tók á móti firnasterku liði Keflavíkur í bikarkeppni stúlknaflokks í gær og tapaði 43-81.
Lesa meira
16.02.2013
Bikarkeppni FRÍ var háð laugardaginn 16. febrúar. Norðlendingar úr UMSS, UMSE, UFA og HSÞ tefldu fram sameinuðu liði. FH-ingar, sigurvegarar síðasta árs, urðu nú að lúta í lægra haldi fyrir ÍR-ingum, - og Norðlendingum sem náðu sínum besta árangri frá upphafi.
Lesa meira
15.02.2013
Sameiginlegt lið KFÍ og Tindastóls, tekur á móti Keflvíkingum í bikarkeppni stúlknaflokks í Síkinu á sunnudaginn kl. 14.
Lesa meira