Fréttir

Morgunmatinn í rúmið á sunnudaginn?

Meistaraflokkur og unglingaráð ætla í sameiningu að efna til fjáröflunar í samvinnu við Sauðárkróksbakarí, með því að bjóða fólki upp á að fá morgunverð sendan heim á sunnudaginn.
Lesa meira

Góður árangur á Stórmóti ÍR

Skagfirðingarnir sem kepptu á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Reykjavík 26.-27.janúar stóðu sig með miklum sóma og unnu til 23 verðlauna, 2 gull, 12 silfur og 9 brons. Mótið var mjög fjölmennt, keppendur nálægt 800, og keppni mjög spennandi í flestum greinum.
Lesa meira

Fjölliðamótin af stað aftur

Þriðja umferð Íslandsmóts yngri flokkanna hefst um helgina og eru fjórir yngri flokkar á ferðinni þessa fyrstu mótahelgi eftir áramót. Það eru stúlknaflokkur, 11. flokkur drengja, 8. flokkur stúlkna og 8. flokkur drengja.
Lesa meira

Fótbolta mót Arion banka

Arion banka mótið er innanflokksmót Tindastóls og eru það sjö yngstu flokkar félagsins sem tóku þátt. Allir voru velkomnir á þetta skemmtilega mót, hvort sem krakkarnir æfa fótbolta eða ekki. FeykirTV kíkti á mögnuð knattspyrnutilþrif laugardaginn sl.
Lesa meira

17. Stórmót ÍR

Helgina 26. - 27. janúar verður „17. Stórmót ÍR“ haldið í Laugardalshöllinni. Mótið hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins og eru skráðir keppendur nú 751. Skagfirðingar sem keppa á mótinu eru 24 talsins.
Lesa meira

10. drengja og drengjaflokkur úr leik í bikarnum

Bæði 10. flokkur drengja og drengjaflokkur eru úr leik í Bikarkeppni KKÍ. 10. flokkur tapaði hér heima gegn KR og Hamar/Þór lagði drengjaflokkinn fyrir sunnan.
Lesa meira

Edvard Börkur kominn aftur í Tindastól

Tindastóll hefur fengið besta leikmann síðasta tímabils aftur í sínar raðir. Strax eftir síðasta leik í fyrra fólust Valsmenn eftir kröftum hans, og skipti hann yfir í sitt uppeldisfélag. Eddi hefur hinsvegar ákveðið að flytja búferlum alfarið norður á Sauðárkrók og gengið var frá lánssamningi við Edda út tímabilið. Þetta er gríðarlega mikill styrkur fyrir okkur og bjóðum við strákinn hjartanlega velkominn norður í sæluna.
Lesa meira

Bikarleikir í dag og á morgun

Í kvöld verður bikarleikur hér heima þegar KR-ingar koma í heimsókn í 10. flokki drengja. Á morgun heldur svo drengjaflokkurinn til Þorlákshafnar og spilar þar við Þór/Hamar.
Lesa meira

Magnaður sigur á KR-ingum í kvöld

Tindastóll sótti sér frekar óvænt stig í Síkinu í kvöld gegn heitasta liði deildarinnar KR. Eftir mikla baráttu, góðar varnir beggja liða og æsispennandi lokamínútur, lönduðu heimamenn sanngjörnum sigri 72-67.
Lesa meira

Foreldrafundir knattspyrnudeildarinnar

Undanfarin kvöld hafa verið fundir með foreldrum knattspyrnuiðkenda. Á þessum fundum hafa foreldraráð verið skipuð og ýmislegt rætt sem viðkemur fótboltanum. Í kvöld eru fundir með foreldrum krakka í 4. og 3. flokki en sökum landsleiks í handbolta þá hefur verið ákveðið að breyta fundartímunum sem hér segir:
Lesa meira