Fréttir

Síðasti leikurinn í Domino's deildinni fyrir jólafrí

Nú þegar jólin nálgast óðfluga fer Domino's deildin að komast í jólagírinn, en áður en jólafríið skellur á, tekur Tindastóll á mót ÍR-ingum í síðasta leik ársins í Síkinu Í KVÖLD!
Lesa meira

Konráð Freyr Sigurðsson valinn í æfingahóp U-19

Kristinn Rúnar Jónsson landsliðsþjálfari U-19 hefur valið 29 manna æfingahóp sem kemur saman í Kórnum , Kópavogi núna á laugardaginn. Tindastóll er með einn fulltrúa í þessum hóp. Sá heitir Konráð Freyr Sigurðsson en hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana og áhugan en pabbi hans er Siggi Donna og bróðir hans Donni.
Lesa meira

Naumt tap hjá 9. karla í bikarnum

Strákarnir í 9. flokki heimsóttu Stjörnuna um síðustu helgi í 16-liða úrslitum Biarkeppni KKÍ. Eftir harða baráttu töpuðu strákarnir 41-48.
Lesa meira

Síðasta sundæfingin er 19.des

Lesa meira

Tindastóll í Riðli 1 í Lengjubikarnum

Búið er að draga í riðla í lengjubikarnum sem hefst í Febrúar. Tindastóll er eins og í fyrra í efsta styrkleikaflokk í Lengjubikarnum og fær eftir því sterka mótherja í þessu undirbúningsmóti. Meðal liða verða FH, Fylkir, ÍBV og Víkingur Ólafsvík...
Lesa meira

M.fl.karla

Búið er að raða niður í riðla í Lengjubikarnum 2013. Tindastóll er í riðli með Fylki, FH, Víkingum Ól., ÍBV, Grindavík, BÍ/Bolungarvík og Fjölni.
Lesa meira

Þar lá hann!

Tindastóll sótti Njarðvíkinga heim í Dominos-deildinni í gærkvöldi og landaði þar sínum fyrsta sigri í átta deildarleikjum. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og mikil spenna undir lokin.
Lesa meira

Útileikur við Njarðvík í Domino's deildinni Í KVÖLD!

Tindastóll heimsækir Njarðvík í Domino's deildinni á fimmtudagskvöldið. Njarðvíkingar sitja í 9. sæti deildarinnar með 6 stig. Framundan er mjög mikilvægur mánuður á tímabilinu.
Lesa meira

8. stúlkna í 2. sæti B-riðils

Stelpurnar í 8. flokki spiluðu hér heima í 2. umferð Íslandsmóts B-riðils. Þær stóðu sig með ágætum og unnu alla sína leiki nema einn og kláruðu mótið í 2. sæti riðilsins.
Lesa meira

Dottnir úr bikarnum

Snæfellingar náðu fram hefndum líkt og Þorlákshafnar Þórsarar fyrir Lengjubikarhelgina síðustu, með öruggum sigri í Síkinu í kvöld 67-82. Leikurinn var þó jafn fram eftir fyrstu þremur fjórðungunum en í þeim síðasta settu Snæfellingar lok yfir körfuna hjá sér og unnu sér þannig inn þægilegan sigur og miða í 16 liða úrslitin.
Lesa meira