05.12.2012
Tindastóll heimsækir Njarðvík í Domino's deildinni á fimmtudagskvöldið. Njarðvíkingar sitja í 9. sæti deildarinnar með 6 stig. Framundan er mjög mikilvægur mánuður á tímabilinu.
Lesa meira
05.12.2012
Stelpurnar í 8. flokki spiluðu hér heima í 2. umferð Íslandsmóts B-riðils. Þær stóðu sig með ágætum og unnu alla sína leiki nema einn og kláruðu mótið í 2. sæti riðilsins.
Lesa meira
02.12.2012
Snæfellingar náðu fram hefndum líkt og Þorlákshafnar Þórsarar fyrir Lengjubikarhelgina síðustu, með öruggum sigri í Síkinu í kvöld 67-82. Leikurinn var þó jafn fram eftir fyrstu þremur fjórðungunum en í þeim síðasta settu Snæfellingar lok yfir körfuna hjá sér og unnu sér þannig inn þægilegan sigur og miða í 16 liða úrslitin.
Lesa meira
01.12.2012
Það er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokknum því núna á sunnudaginn koma Snæfellingar í heimsókn í 32-liða úrslitum Bikarkeppki KKÍ, Poweradebikarsins.
Lesa meira
30.11.2012
Frestað fjölliðamót hjá 8. flokki stúlkna verður haldið núna um helgina. Mótið átti að fara fram 10. og 11. nóvember en var frestað vegna veðurs.
Lesa meira
29.11.2012
Þór frá Þorlákshöfn náði fram hefndum eftir bikardramað í Hólminum síðustu helgi með öruggum sigri á Tindastól í kvöld 85-101. Tindastólsmenn byrjuðu leikinn mun betur en Þórsarar náðu að jafna leikinn fyrir hlé og síðan ná heljartaki á leiknum í þriðja leikhluta sem þeir héldu til leiksloka. Fyrsti sigur Þórsara á Tindastól á þessari öld staðreynd og Tindastólsliðið er enn án sigurs í deildinni.
Lesa meira
29.11.2012
Minnum á að koma með jólasveinahúfu eða rauða sokka þá hreina eitthvað sem minnir á jólin við ætlum að synda og hafa gaman með jólarokk-tónlist og ávextir verða í boði á bakka. Sundæfing er kl. 15-16
Hlökkum til að sjá ykkur sem æfa sund.
Lesa meira
28.11.2012
Nú þegar Lengjubikaræðið er runnið af okkar mönnum, eftir glæsilegan sigur, er rétt að snúa athyglinni að Domino's deildinni, en það verða einmitt Þórsarar úr Þorlákshöfn, sem Tindastóll lagði í undanúrslitum Lengjubikarsins, sem mæta í Síkið á fimmtudagskvöldið. Drengjaflokkurinn spilar síðan við sameiginlegt lið Þórs Þ/Hamars strax eftir leikinn, eða um kl. 21.15.
Lesa meira
27.11.2012
10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja luku 2. umferð Íslandsmótsins um helgina þegar þeir kepptu annars vegar á Flúðum og hins vegar á Akureyri.
Lesa meira
27.11.2012
Búið er að draga í bikarkeppni yngri flokkanna, 16-liða úrslitum. Tindastóll sendir lið í 9. 10. 11. drengja- og unglingaflokkum karla. Þór Þ/Hamar mæta okkar liðum í þremur flokkum.
Lesa meira