30.10.2012
Króksamótið í minnibolta verður haldið í íþróttahúsinu næstkomandi laugardag, þann 3. nóvember. Að þessu sinni má gera ráð fyrir um 120 þátttakendum, sem koma frá Tindastóli, Smáranum í Varmahlíð og Þór Akureyri.
Lesa meira
30.10.2012
Þá hafa allir yngri flokkarnir sem taka þátt í fjölliðamótum KKÍ lokið fyrstu umferð. Það voru 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem lokuðu 1. umferðinni núna um helgina.
Lesa meira
28.10.2012
Það var boðið upp á bráðskemmtilegan leik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stjarnan sem er eitt allra besta lið landsins mætti á svæðið með gríðarmikið „svægi“ eftir góð úrslit að undanförnu.
Lesa meira
27.10.2012
Þó Tindastóll eigi ennþá eftir að landa sigri í Domnio's deildinni, hafa strákarnir unnið báða sína leiki í Lengjubikarnum og það hafa Stjörnumenn einnig gert, en þeir koma í heimsókn í Síkið á morgun sunnudag.
Lesa meira
26.10.2012
Fyrstu umferð fjölliðamóta Íslandsmótsins lýkur um helgina, en þá taka 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja þátt í sínum fyrstu mótum þetta árið. Helginni lýkur svo með leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikarnum á sunnudagskvöldið.
Lesa meira
25.10.2012
Tindastóll tapaði rétt í þessu fyrir Fjölni í Grafarvogi 75-72. Jafnt var á nánast hverri einustu tölu allan leikinn en því miður voru það Fjölnismenn sem voru yfir þegar flautan gall. Fjögur töp í fyrstu fjóru leikjunum, sem þýðir bara að það styttist í fyrstu stigin.
Lesa meira
25.10.2012
Tindastóll leikur sinn fjórða leik í Domino's deildinni í kvöld þegar strákarnir heimsækja Fjölni. Nú þurfa strákarnir að fylgja eftir góðum leik gegn Fjölni á dögunum í Lengjubikarnum og koma sér á sigurbraut í deildinni.
Lesa meira
24.10.2012
Það voru þrír flokkar sem tóku þátt í fjölliðamótum um síðustu helgi. Þetta voru 10. flokkur drengja sem spilaði heima í B-riðli, 9. flokkur stúlkna sem spilaði á Flúðum í A-riðli og 7. flokkur drengja sem tók þátt í D-riðilsmóti í Reykjavík.
Lesa meira
23.10.2012
Þetta er skráningar-og innheimtukerfi til þess að halda utan um þátttöku barna í skipulögðu íþrótta-og tómstundastarfi. Kerfið er hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildunum og sveitarfélaginu að halda utan um iðkendaskrána og er rukkunin gerð með einum sameiginlegum greiðsluseðli fyrir allar deildir.
Lesa meira
23.10.2012
Vegna dansmaraþons 10. bekkjar falla allar körfuboltaæfingar í íþróttahúsinu niður fimmtudaginn 25. október. Og vegna fjölliðamóts um næstu helgi fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudaginn.
Lesa meira