Fréttir

Yfirlit fjölliðamóta um síðustu helgi

Það voru þrír flokkar sem tóku þátt í fjölliðamótum um síðustu helgi. Þetta voru 10. flokkur drengja sem spilaði heima í B-riðli, 9. flokkur stúlkna sem spilaði á Flúðum í A-riðli og 7. flokkur drengja sem tók þátt í D-riðilsmóti í Reykjavík.
Lesa meira

Muna að skrá í TÍM

Þetta er skráningar-og innheimtukerfi til þess að halda utan um þátttöku barna í skipulögðu íþrótta-og tómstundastarfi. Kerfið er hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildunum og sveitarfélaginu að halda utan um iðkendaskrána og er rukkunin gerð með einum sameiginlegum greiðsluseðli fyrir allar deildir.
Lesa meira

Æfingar falla niður á fimmtudaginn

Vegna dansmaraþons 10. bekkjar falla allar körfuboltaæfingar í íþróttahúsinu niður fimmtudaginn 25. október. Og vegna fjölliðamóts um næstu helgi fellur körfuboltaskólinn niður á sunnudaginn.
Lesa meira

Skemmtileg umfjöllun og viðtöl á karfan.is frá 7. flokks mótinu um helgina

Karfan.is brá sér í Kennaraháskólann um helgina þar sem okkar drengir í 7. flokki voru að spila í D-riðli Íslandsmótsins.
Lesa meira

Tindastólssigur í Smáranum

Tindastóll heimsótti Breiðablik í Lengjubikarnum í gærkvöldi og fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi 76-59.
Lesa meira

Súpufundur 29.október kl. 17-19 í Hús frítímans ATH breytt dagssetning

Kynnum vetrastarfið, mót og fl. sem verður hjá okkur í vetur. Fyrir sundiðkendur,foreldra og systkini. Ath: Súpufundur sem átti að vera 25.október á fimmtudag færist yfir á mánudag 29.október kl: 17-19 í hús frítímans. Þrektími fellur niður þá á mánud 29.októ. Látið þetta berast.. (vegna dansmaraþon hjá 10.bekk þennan dag 25.október færum við fundinn.) Hlökkum til að sjá sem flesta.. Kveðja! Stjórnin.
Lesa meira

Tindastóll-Breiðablik í kvöld

Til stóð að sýna frá leik Tindastóls og Breiðabliks í Lengjubikarnum á Kaffi Krók í kvöld en leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi. Ekki verður af útsendingunni sökum tæknivandamála fyrir sunnan.
Lesa meira

Viðurkenningar veittar

Sameiginleg uppskeruhátíð frjálsíþróttaráðs UMSS og Frjálsíþróttadeildar Tindastóls fór fram laugardaginn 20. október. Jóhann Björn Sigurbjörnsson var valinn “Frjálsíþróttakarl UMSS” og hlaut viðurkenningu fyrir besta afrek ársins í flokki 15 ára og eldri. Þorgerður Bettina Friðriksdóttir var valin “Frjálsíþróttakona UMSS”.
Lesa meira

Ísfirskur sigur í Síkinu

Tindastóll tapaði fyrir KFÍ með allt í allt þremur stigum í kvöld 83-86. Leikurinn var jafn og spennandi en Ísfirðingar voru með heitari hendur þegar skipti mestu máli og fara því brosandi heim á Ísafjörð, tilbúnir að vakna snemma og taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun af heilum hug.
Lesa meira

Vetrar-TÍM

Nú standa yfir skráningar í Vetrar-TÍM, en þangað inn þarf að skrá alla iðkendur íþrótta hjá Tindastól, 18 ára og yngri. Öll börn og unglingar sem æfa frjálsar, fótbolta, körfu og sund hjá Tindastól skal skrá inn í kerfið. Skráningu lýkur þriðjudaginn 23.október.
Lesa meira