18.10.2012
Við minnum á uppskeruhátíð skagfirska frjálsíþróttaliðsins og stuðningsmanna laugardaginn 20. október. Hátíðin fer fram í Mötuneyti Heimavistar FNV og hefst kl.18. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 18. október.
Lesa meira
17.10.2012
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vetrar T.Í.M. og geta foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá UMF.Tindastóli skráð þau á heimasíðu Svf. Skagafjarðar. sjá nánar..
Lesa meira
17.10.2012
Alls kepptu fimm yngri flokkar í Íslandsmótinu um helgina. Árangurinn upp og ofan eins og gengur, en hér er yfirlit og umfjöllun um það helsta, sem þjálfarar hafa sent inn.
Lesa meira
16.10.2012
Edvard Börkur sem var einn af lykilmönnum Tindastóls í sumar hefur gert þriggja ára samning við sitt uppeldisfélag, Val. Við eigum eftir að sakna Edda á næsta tímabili en óskum honum alls hins besta hjá nýju félagi.
Lesa meira
16.10.2012
Nú er búið að opna fyrir skráningar í Vetrar TÍM kerfi sveitarfélagsins, en þangað inn þarf að skrá alla iðkendur yngri flokka körfuknattleiksdeildarinnar.
Lesa meira
14.10.2012
Tindastóll náði að rífa sig í gang og landa góðum sigri í fyrsta leik Lengjubikarsins, 79 – 66, gegn áhugaverðu liði Fjölnis.
Lesa meira
13.10.2012
Tindastóll tekur á móti Fjölni í Lengjubikarnum á morgun sunnudag kl. 19.15. Fjölnismenn hafa farið mikinn í upphafi Íslandsmótsins á meðan okkar menn hafa verið að hiksta aðeins.
Lesa meira
12.10.2012
Það verður í mörg horn að líta hjá körfuknattleiksiðkendum Tindastóls um helgina. Alls spila hin ýmsu lið okkar 16 leiki um helgina og verða þeir leiknir á Sauðárkróki, í Stykkishólmi, Reykjavík, Garðabæ og Njarðvík.
Lesa meira
11.10.2012
Tindastólstrákarnir töpuðu fyrir KR-ingum í kvöld með 21 stigi. 90-69 voru lokatölur. Okkar menn ekki dottnir í gírinn ennþá.
Lesa meira
11.10.2012
Tindastólsmenn heimsækja þá Gústa Kára og Palla Kolbeins og félaga í DHL-höllina í kvöld í annarri umferð Domino's deildarinnar. Bæði lið töpuðu fyrstu leikjum sínum og eru væntanlega staðráðin í að bæta fyrir það.
Lesa meira