Fréttir

32-liða úrslit Poweradebikarsins

Það er skammt stórra högga á milli hjá meistaraflokknum því núna á sunnudaginn koma Snæfellingar í heimsókn í 32-liða úrslitum Bikarkeppki KKÍ, Poweradebikarsins.
Lesa meira

Frestað fjölliðamót 8. flokks stúlkna núna um helgina

Frestað fjölliðamót hjá 8. flokki stúlkna verður haldið núna um helgina. Mótið átti að fara fram 10. og 11. nóvember en var frestað vegna veðurs.
Lesa meira

Ekki kom sigurinn í kvöld

Þór frá Þorlákshöfn náði fram hefndum eftir bikardramað í Hólminum síðustu helgi með öruggum sigri á Tindastól í kvöld 85-101. Tindastólsmenn byrjuðu leikinn mun betur en Þórsarar náðu að jafna leikinn fyrir hlé og síðan ná heljartaki á leiknum í þriðja leikhluta sem þeir héldu til leiksloka. Fyrsti sigur Þórsara á Tindastól á þessari öld staðreynd og Tindastólsliðið er enn án sigurs í deildinni.
Lesa meira

Á sundæfingu 30.nóv er rauð þema..

Minnum á að koma með jólasveinahúfu eða rauða sokka þá hreina eitthvað sem minnir á jólin við ætlum að synda og hafa gaman með jólarokk-tónlist og ávextir verða í boði á bakka. Sundæfing er kl. 15-16 Hlökkum til að sjá ykkur sem æfa sund.
Lesa meira

Domino's deildin heldur áfram

Nú þegar Lengjubikaræðið er runnið af okkar mönnum, eftir glæsilegan sigur, er rétt að snúa athyglinni að Domino's deildinni, en það verða einmitt Þórsarar úr Þorlákshöfn, sem Tindastóll lagði í undanúrslitum Lengjubikarsins, sem mæta í Síkið á fimmtudagskvöldið. Drengjaflokkurinn spilar síðan við sameiginlegt lið Þórs Þ/Hamars strax eftir leikinn, eða um kl. 21.15.
Lesa meira

2. umferð Íslandsmóts yngri flokkanna lokið

10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja luku 2. umferð Íslandsmótsins um helgina þegar þeir kepptu annars vegar á Flúðum og hins vegar á Akureyri.
Lesa meira

Búið að draga í bikarkeppni yngri flokkanna

Búið er að draga í bikarkeppni yngri flokkanna, 16-liða úrslitum. Tindastóll sendir lið í 9. 10. 11. drengja- og unglingaflokkum karla. Þór Þ/Hamar mæta okkar liðum í þremur flokkum.
Lesa meira

M.fl.karla og kvenna

Meistaraflokkar Tindastóls stóðu í ströngu síðustu daga en liðin voru á höfuðborgarsvæðinu að spila sína fyrstu leiki á löngu undirbúningstímabili fyrir keppnistímabilið 2013.
Lesa meira

HAMINGJUÓSKIR

Knattspyrnudeild Tindastóls óskar körfuboltamönnum til hamingju með sigurinn um helgina.
Lesa meira

LENGJUBIKARMEISTARAR 2012

Tindastóll sigrað Snæfell örugglega í úrslitaleik Lengjubikarsins 96-81 og eru því ákaflega verðskuldaðir Lengjubikarmeistarar 2012. Frábært bikarár að baki hjá Tindastól en það er því miður ekkert alltof algengt sem Tindastóll kemst í tvo bikarúrslitaleik á sama árinu. En sá fyrsti er kominn í hús, núna eru bara tveir eftir. Nú skulum við taka vel á móti strákunum þegar þeir koma með bikarinn heim, nefnilega á Mælifelli um kl. 23 í kvöld.ALLIR STUÐNINGSMENN HVATTIR TIL AÐ MÆTA!
Lesa meira