17.11.2012
“Silfurleikar ÍR” fóru fram í Reykjavík 17. nóvember. Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Auk þess unnu Skagfirðingar til 12 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna á mótinu, sem var mjög fjölmennt, keppendur um 660 talsins.
Lesa meira
17.11.2012
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin knattspyrnustjóri yngri flokka Tindastóls.
Lesa meira
16.11.2012
Það verður annasöm helgi hjá yngri flokkum Tindastóls nú um helgina, alls spila 4 flokkar í Íslandsmóti, þar af einn hérna heima. Strákarnir í meistaraflokknum slaufa svo helginni með afar mikilvægum leik í Lengjubikarnum gegn Stjörnunni, sem mun skera úr um hvort liðið kemst í "final four" í keppninni.
Lesa meira
16.11.2012
Bræðurnir Árni og Atli Arnarsynir hafa verið valdir til að taka þátt í æfingum U21 liðs karla í knattspyrnu en hópurinn æfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
16.11.2012
Vegna tæknilegra örðugleika náðist ekki að skrifa um leikinn af hálfu Tindastóls og er því notast við umfjöllun af karfan.is
Lesa meira
15.11.2012
Frjálsíþróttadeild ÍR heldur hina árlegu „Silfurleika ÍR“ fyrir flokka 17 ára og yngri í Laugardalshöllinni laugardaginn 17. nóvember. Mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarsson sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956.
Lesa meira
14.11.2012
Domino's deildin heldur áfram á fimmtudag þegar strákarnir okkar heimsækja Snæfellinga í Stykkishólmi. Liðin hafa átt ólíku gengi að fagna, Snæfell trónir á toppnum, en Tindastóll vermir botnsætið.
Lesa meira
13.11.2012
Veður og færð röskuðu þátttöku yngri flokkanna í Íslandsmótinu um síðustu helgi, þar sem bæði var ófært og vont veður hér á Norðurlandi. Tveir flokkar kláruðu þó sín mót.
Lesa meira
11.11.2012
Það voru sprækir drengir úr Kópavoginum sem mættu á Sauðárkrók og náðu að stríða heimamönnum heilmikið en höfðu að lokum ekki erindi sem erfiði, leiknum lauk 87 – 77 fyrir heimamenn.
Lesa meira
10.11.2012
Í dag var dregið í töfluröð fyrir 1. deildina á komandi leiktíð. Fyrsti leikur Tindastóls er heimaleikur en þá kemur lið Leiknir í heimsókn. Síðasti leikur tímabilsins er einnig heimaleikur en þá kemur BÍ/Bolungarvík á Krókinn.
Lesa meira