28.12.2012
Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls í hófi sem var haldið í dag á Sauðárkróki. Hver deild innan Tindastóls tilnefndi sinn fulltrúa í þetta kjör þar sem Atli varð hlutskarpastur.
Lesa meira
24.12.2012
Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar iðkendum sínum, foreldrum, þjálfurum og stuðningsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.
Lesa meira
23.12.2012
Sendum Skagfirðingum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira
22.12.2012
Búið er að setja frestaðan Skallagrímsleik á dagskrá fimmtudaginn 10. janúar í Síkinu. Leiknum var frestað í nóvember vegna veðurs.
Lesa meira
18.12.2012
Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu.
Lesa meira
17.12.2012
Nú þegar jólafríið nálgast er rétt að koma á framfæri vinnureglum unglingaráðs varðandi æfingar yngri flokkanna í jólafríinu.
Lesa meira
16.12.2012
Stelpurnar voru að spila fyrsta æfingaleik sinn á þessum vetri og þær réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en þær fóru í Bogann og mættu liði Þórs sem hefur verið eitt af 4 bestu liðum landsins í þessum flokki undanfarin ár.
Lesa meira
14.12.2012
Alls hafa 8 leikmenn yngri flokkanna verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-15 og U-16 ára landsliðanna á milli jóla og nýárs, þar af eru sjö stúlkur.
Lesa meira
13.12.2012
Tindastóll sigraði spræka ÍR-inga í kvöld, 96-90 og fylgdi þannig á eftir góðum sigri á Njarðvík fyrir viku síðan. Liðin buðu upp á hörkuleik þar sem jólastemningin var í fyrirrúmi en Tindastólsliðið var þó með örlitla yfirhönd, kannski svona einu stigi yfir mest allan tímann og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan sigur.
Lesa meira
13.12.2012
Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 20. desember. Keppt verður í aldursflokkum 10 ára og eldri.
Lesa meira