Fréttir

8 leikmenn í æfingahópum U-15 og U-16 ára landsliðanna

Alls hafa 8 leikmenn yngri flokkanna verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum U-15 og U-16 ára landsliðanna á milli jóla og nýárs, þar af eru sjö stúlkur.
Lesa meira

Tveir í röð hjá Tindastól

Tindastóll sigraði spræka ÍR-inga í kvöld, 96-90 og fylgdi þannig á eftir góðum sigri á Njarðvík fyrir viku síðan. Liðin buðu upp á hörkuleik þar sem jólastemningin var í fyrirrúmi en Tindastólsliðið var þó með örlitla yfirhönd, kannski svona einu stigi yfir mest allan tímann og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan sigur.
Lesa meira

Jólamót UMSS

Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 20. desember. Keppt verður í aldursflokkum 10 ára og eldri.
Lesa meira

Síðasti leikurinn í Domino's deildinni fyrir jólafrí

Nú þegar jólin nálgast óðfluga fer Domino's deildin að komast í jólagírinn, en áður en jólafríið skellur á, tekur Tindastóll á mót ÍR-ingum í síðasta leik ársins í Síkinu Í KVÖLD!
Lesa meira

Konráð Freyr Sigurðsson valinn í æfingahóp U-19

Kristinn Rúnar Jónsson landsliðsþjálfari U-19 hefur valið 29 manna æfingahóp sem kemur saman í Kórnum , Kópavogi núna á laugardaginn. Tindastóll er með einn fulltrúa í þessum hóp. Sá heitir Konráð Freyr Sigurðsson en hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana og áhugan en pabbi hans er Siggi Donna og bróðir hans Donni.
Lesa meira

Naumt tap hjá 9. karla í bikarnum

Strákarnir í 9. flokki heimsóttu Stjörnuna um síðustu helgi í 16-liða úrslitum Biarkeppni KKÍ. Eftir harða baráttu töpuðu strákarnir 41-48.
Lesa meira

Síðasta sundæfingin er 19.des

Lesa meira

Tindastóll í Riðli 1 í Lengjubikarnum

Búið er að draga í riðla í lengjubikarnum sem hefst í Febrúar. Tindastóll er eins og í fyrra í efsta styrkleikaflokk í Lengjubikarnum og fær eftir því sterka mótherja í þessu undirbúningsmóti. Meðal liða verða FH, Fylkir, ÍBV og Víkingur Ólafsvík...
Lesa meira

M.fl.karla

Búið er að raða niður í riðla í Lengjubikarnum 2013. Tindastóll er í riðli með Fylki, FH, Víkingum Ól., ÍBV, Grindavík, BÍ/Bolungarvík og Fjölni.
Lesa meira

Þar lá hann!

Tindastóll sótti Njarðvíkinga heim í Dominos-deildinni í gærkvöldi og landaði þar sínum fyrsta sigri í átta deildarleikjum. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur og mikil spenna undir lokin.
Lesa meira