Fréttir

Önnur umferð fjölliðamótanna að hefjast

Nú er önnur umferð fjölliðamótanna að hefjast um næstu helgi og eru það fjórir flokkar sem hefja umferðina. 8. flokkur stúlkna keppir hér heima, stúlknaflokkur í Grafarvogi, 8. flokkur drengja á Akureyri og 11. flokkur drengja í Kópavogi. Þá spilar unglingaflokkur karla við Breiðablik á laugardaginn.
Lesa meira

Domino's deildin heldur áfram

Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum í Domino's deildinni Í KVÖLD í Síkinu. Eftir tap í þremur fyrstu leikjunum hafa þeir Suðurnesjamenn unnið tvo leiki í röð, en okkar menn eru enn án sigurs.
Lesa meira

Drengjaflokkurinn á sigurbraut

Strákarnir í drengjaflokki eru í ágætri stöðu eftir leik sinn við Njarðvík um helgina, sem þeir unnu örugglega 106-88. Þeir hafa nú unnið þrjá leiki en tapað einum og eru í fínni stöðu í sínum riðli.
Lesa meira

Stólarnir ósigraðir í Lengjubikarnum

Lesa meira

Lengjubikarinn áfram í kvöld, mikilvægur leikur við Fjölni

Tindastóll hefur forystu í sínum riðli í Lengjubikarnum og í kvöld mæta þeir liði Fjölnis í Grafarvoginum. Strákarnir unnu Stjörnuna í mjög góðum leik um síðustu helgi og núna þarf að láta kné fylgja kviði.
Lesa meira

Inniæfingar í sundlauginni v/veðurs kl. 15-16.

Þið sem ætlið að senda krakkana á sundæfingu í dag, þá verður inniæfing í sundlauginni einhverjar teyjur og þrek. (mjög gott að koma með íþróttaföt og skó) ATH..Sækjum ekki í árvist í dag. Þegar er vont veður er það val foreldra hvort krakkar mæti. Góða helgi!!! Þorgerður og þjálfarar.
Lesa meira

Aldurstakmarki morgunæfinga breytt - 8. bekkur nú gjaldgengur

Búið er að breyta aldurstakmarki morgunæfinganna sem eru tvisvar í viku. Nú eru það iðkendur í 8. bekk sem fá einnig að mæta á æfingarnar sem eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 06.40.
Lesa meira

Leiknum í kvöld frestað vegna veðurs

Búið er að fresta leik Tindastóls og Skallagríms sem vera átti í kvöld vegna veðurs. Ekki hefur verið fundinn nýr leiktími, en líklega ekki hægt að spila leikinn fyrr en 22. nóvember í fyrsta lagi.
Lesa meira

Tindastóll - Skallagrímur Í KVÖLD!!

Tindastóll tekur á móti Skallagrími í Domino's deildinni Í KVÖLD kl. 19.15 í Síkinu. Skallarnir hafa komið skemmtilega á óvart það sem af er, en okkar menn eiga ennþá eftir að landa fyrsta sigrinum í deildinni.
Lesa meira

Króksamótinu frestað

Króksamótinu í minnibolta sem vera átti á laugardaginn, hefur verið frestað vegna slæms veðurútlits. Unglingaráð telur það ekki forsvaranlegt að hvetja foreldra og börn til ferðalaga við þessar aðstæður.
Lesa meira