04.01.2013
Við hátíðlega athöfn í Kjarnanum í gær afhenti Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood, Ungmennafélaginu Tindastóli, nýja 17 farþega rútu að gjöf. Það var Gunnar Þór Gestsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd félagsins.
Lesa meira
04.01.2013
Domino's deildin heldur nú áfram eftir hátíðarnar og hefur Tindastóll nýtt ár með útileik við Íslandsmeistara Grindvíkinga í kvöld. Strákarnir ljúka svo fyrri umferðinni með frestuðum heimaleik við Skallagrím á fimmtudaginn í næstu viku.
Lesa meira
03.01.2013
Fyrr í dag afhenti FISK Seafood á Sauðárkróki Tindastóli veglega gjöf. Það var fólksflutningabifreið að gerðinni Mercedes Benz Sprinter 519 CDI. Bifreiðin er ný og beint úr kassanum. Bifreiðin tekur 17 farþega og er sérstaklega gott bil á milli sætanna og eins er mjög mikið pláss fyrir töskur og farangur enda er bifreiðin sérlega löng. Í bifreiðinni er einnig afþreyingakerfi sem inniheldur m.a. DVD skjá og spilara.
Lesa meira
03.01.2013
Æfingar Íslandsmótsflokkanna hefjast samkvæmt æfingatöflu í dag, en minni- og míkróboltaflokkarnir hefja sínar æfingar á morgun og þá tekur körfuboltaskólinn til starfa á nýjan leik á sunnudaginn.
Lesa meira
02.01.2013
Búið er að ákveða að frestað Króksamót, frá því í nóvember, verði haldið laugardaginn 12. janúar n.k.
Lesa meira
01.01.2013
Helgi Rafn Viggósson var tilnefndur körfuknattleiksmaður ársins af stjórn körfuknattleiksdeildar fyrir árið 2012. Fékk Helgi viðurkenningu afhenta í hófi þar sem Íþróttamaður Skagafjarðar og Íþróttamaður Tindastóls voru útnefndir.
Lesa meira
01.01.2013
Halldór Jón Sigurðsson ( Donni ) hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun stýra liði m.fl. karla þann tíma.
Donni tók við liðinu um mitt sumar árið 2010 og kom liðinu upp í 1.deild. S.l. sumar stýrði hann liðinu í þeirri deild þar sem liðin spilaði oft á tíðum gríðarlega skemmtilegan fótbolta og vakti athygli margra.
Lesa meira
01.01.2013
Þann 28.des var haldið hóf hjá UMSS í húsi Frítímans. Þau sem voru valin frá sunddeild sem Ungir og efnilegir Íþróttamenn Skagafjarðar 2012 voru Magnús Hólm Freyssson og Rannveig Stefánsdóttir. Sigrún Þóra var tilnefnd til íþróttamanns Tindastóls fyrir sinn árangur í sundinu ásamt fleira fólki. Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls.
Lesa meira
31.12.2012
Mette Mannseth, hestakona úr Léttfeta, var útnefnd “Íþróttamaður Skagafjarðar 2012” í hófi sem UMSS hélt 28. desember.
“Mette er mikil keppnismanneskja, metnaðarfull, fjölhæf og ákaflega vinnusöm”, segir í greinargerð með tilnefningu hennar.
Lesa meira
31.12.2012
Sendum Skagfirðingum, foreldrum, þjálfurum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, okkar bestu nýárskveðjur.
Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira