Fréttir

Ung og efnilegir Íþróttamenn Skagafjarðar

Þann 28.des var haldið hóf hjá UMSS í húsi Frítímans. Þau sem voru valin frá sunddeild sem Ungir og efnilegir Íþróttamenn Skagafjarðar 2012 voru Magnús Hólm Freyssson og Rannveig Stefánsdóttir. Sigrún Þóra var tilnefnd til íþróttamanns Tindastóls fyrir sinn árangur í sundinu ásamt fleira fólki. Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls.
Lesa meira

Mette Mannseth

Mette Mannseth, hestakona úr Léttfeta, var útnefnd “Íþróttamaður Skagafjarðar 2012” í hófi sem UMSS hélt 28. desember. “Mette er mikil keppnismanneskja, metnaðarfull, fjölhæf og ákaflega vinnusöm”, segir í greinargerð með tilnefningu hennar.
Lesa meira

Nýárskveðjur

Sendum Skagfirðingum, foreldrum, þjálfurum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, okkar bestu nýárskveðjur. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Íþróttamaður Tindastóls 2012

Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls í hófi sem var haldið í dag á Sauðárkróki. Hver deild innan Tindastóls tilnefndi sinn fulltrúa í þetta kjör þar sem Atli varð hlutskarpastur.
Lesa meira

Jólakveðja frá körfuknattleiksdeildinni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls óskar iðkendum sínum, foreldrum, þjálfurum og stuðningsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.
Lesa meira

Gleðileg jól

Sendum Skagfirðingum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Frestaður Skallagrímsleikur 10. janúar

Búið er að setja frestaðan Skallagrímsleik á dagskrá fimmtudaginn 10. janúar í Síkinu. Leiknum var frestað í nóvember vegna veðurs.
Lesa meira

Jólamót Molduxa á annan í jólum

Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu.
Lesa meira

Æfingar yngri flokkanna í jólafríinu

Nú þegar jólafríið nálgast er rétt að koma á framfæri vinnureglum unglingaráðs varðandi æfingar yngri flokkanna í jólafríinu.
Lesa meira

3. flokkur kvenna gerði góða ferð á Akureyri

Stelpurnar voru að spila fyrsta æfingaleik sinn á þessum vetri og þær réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en þær fóru í Bogann og mættu liði Þórs sem hefur verið eitt af 4 bestu liðum landsins í þessum flokki undanfarin ár.
Lesa meira