12.02.2013
Rauðir T-bolir með merki UMSS eru komnir í sölu hjá Tískuhúsinu á Sauðárkróki. Keppnisbúningarnir eru einnig til sölu þar.
Lesa meira
12.02.2013
Rétt er að benda á það að æfingar verða með hefðbundnu sniði í vetrarfríinu sem verður núna út vikuna í skólanum. Þó fellur morgunæfing fimmtudagsins niður.
Lesa meira
12.02.2013
Riðlaskipting er klár fyrir keppni í 1. deild kvenna í sumar.
Leikin er tvöföld umferð áður en kemur fjögurra liða úrslitakeppni. Tindastóll er í A-riðli með Álftanes
BÍ/Bolungarvík , Fram , Fylkir , Haukar , ÍA , ÍR
og Víking Ó.
Lesa meira
11.02.2013
Aðalhluti Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 9. og 10. febrúar. Jóhann Björn Sigurbjörnsson setti á mótinu nýtt skagfirskt héraðsmet í 200m hlaupi innanhúss.
Lesa meira
11.02.2013
M.fl kvenna mætir Völsung í 2.umferð Borgunarbikarsins. Spilað verður á Sauðárkróksvelli 28.maí.
M.fl karla drógust gegn Dalvík/Reyni eða Hömrunum í 2.umferð bikarsins. Leikurinn verður spilaður á útivelli þrettánda eða fjórtánda Maí. Það má minnast þess að Tindastóll féll einmitt útúr bikarnum í fyrra gegn Dalvík/Reyni.
Lesa meira
11.02.2013
Tindastóll sótti Skallagrímsmenn heim í Fjósið í gærkvöldi í afar mikilvægum leik í Domino's deildinni. Strákarnir unnu mjög sannfærandi sigur 63-77 og geta þakkað sterkum varnarleik fyrir hvernig fór.
Lesa meira
10.02.2013
Christopher Tsonis og Ruben Resendes hafa samið við Tindastól fyrir næsta tímabil. Chris er framherji en Ruben miðjumaður. Við bjóðum þessa drengi velkomna í Tindastól og á Sauðárkrók næsta sumar.
Lesa meira
10.02.2013
Leikur Skallagríms og Tindastóls hefst eftir nokkrar mínútur. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV og á breiðtjaldi á Mælifelli, þar sem körfuknattleiksdeildin fær 25% af veitingasölu.
Lesa meira
08.02.2013
Sannkallaður fjögurra stiga leikur var háður í Skagafirðinum í kvöld þegar úrvalslið Grafarvogs mætti í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki. Fyrir leikinn var Tindastóll á botni deildarinnar með sex stig en Fjölnir ekki langt á undan með átta stig. Húfið var því mikið í kvöld og þá sérstaklega fyrir Tindastólsstrákana sem máttu algjörlega engan veginn við því að tapa þessum leik.
Lesa meira
08.02.2013
Tískuhúsið á Sauðárkróki hefur tekið að sér umboðssölu á keppnisbúningum UMSS í frjálsíþróttum. Nánari upplýsingar....
Lesa meira