Fréttir

Domino's deildin af stað aftur eftir bikarhlé

Tindastólsmenn heimsækja Keflvíkinga í Sláturhúsið á föstudag í Domino's deildinni sem nú fer aftur af stað eftir hlé sem var gert vegna bikarúrslitanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV og stuðningsmenn ætla að hittast á Mælifelli.
Lesa meira

3. umferð Íslandsmóts yngri flokkanna lýkur um helgina

3. og næst síðasta umferð fjölliðamótanna fer fram um helgina, en þá eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem slá botninn í þessa umferð.
Lesa meira

Tap gegn Fylki

Tindastóll spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fylki þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 48.mín beint úr aukaspyrnu. Ágætis leikur hjá strákunum og með smá heppni hefðu þeir getað fengið eitthvað útúr þessum leik. Næsti leikur er á laugardaginn þegar við mætum Íslandsmeisturum FH í Akraneshöllinni
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar og hefst hann kl. 20. Fundurinn verður haldinn að Víðigrund 5 á Sauðárkróki.
Lesa meira

Tap hjá stúlknaflokki gegn Keflavík í bikarnum

Stúlknaflokkur sameiginlegs liðs KFÍ og Tindastóls tók á móti firnasterku liði Keflavíkur í bikarkeppni stúlknaflokks í gær og tapaði 43-81.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

Bikarkeppni FRÍ var háð laugardaginn 16. febrúar. Norðlendingar úr UMSS, UMSE, UFA og HSÞ tefldu fram sameinuðu liði. FH-ingar, sigurvegarar síðasta árs, urðu nú að lúta í lægra haldi fyrir ÍR-ingum, - og Norðlendingum sem náðu sínum besta árangri frá upphafi.
Lesa meira

Bikarleikur hjá stúlknaflokki heima á sunnudag

Sameiginlegt lið KFÍ og Tindastóls, tekur á móti Keflvíkingum í bikarkeppni stúlknaflokks í Síkinu á sunnudaginn kl. 14.
Lesa meira

Uppskeruhátíð og aðalfundur 20. febrúar

Uppskeruhátíð Sunddeildar Tindastóls verður haldin miðvikudaginn 20. febrúar klukkan 18:00 á Kaffi Krók. Á uppskeruhátíðinni verða veitt ýmiss verðlaun fyrir árangur á árinu 2012 m.a. titillinn sundmaður ársins. Öllum iðkendum verður afhent gjöf frá deildinni..ofl
Lesa meira

Atli Arnarson íþróttamaður Tindastóls

Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls 2012. Óhætt er að segja að Atli hafi verið lykilmaður í knattspyrnuliði Tindastóls síðustu ár og ungmennum góð fyrirmynd.
Lesa meira

11 leikmenn skrifa undir hjá Tindastól

Tindastóll hefur gengið frá samningum við 11 leikmenn fyrir næsta sumar. 10 leikmenn skrifa undir til ársloka 2014 og einn til ársloka 2013. Gleðifréttir að svo margir skrifi undir í einu hjá félaginu og komi aftur heim í sumar.
Lesa meira